The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151230112502/http://www.ksi.is/mot/2015/02

Mótamál

KR er Reykjavíkurmeistari kvenna 2015 (Mynd frá Fotbolti.net

KR Reykjavíkurmeistari kvenna 2015 - 24.2.2015

KR-ingar fögnuðu sigri í Reykjavíkurmóti kvenna 2015 eftir sigur á Val í úrslitaleik í Egilshöll á mánudagskvöld.  Lokatölur leiksins urðu 2-1 fyrir KR og var þar með bundinn endi á 7 ára sigurgöngu Vals í þessari keppni, sem haldin hefur verið síðan 1982.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts kvenna mánudaginn 23. febrúar - 20.2.2015

Það verða Valur og KR sem mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna en leikið verður í Egilshöll, mánudaginn 23. febrúar kl. 19:00.  Valur lagði Þrótt í undanúrslitum og KR hafði betur gegn Fylki. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Leikjaniðurröðun í 1. deild kvenna og 4. deild karla 2015 - 17.2.2015

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út leikjaniðurröðun í 1. deild kvenna og 4. deild karla fyrir keppnistímabilið 2015 og er hægt að nálgast leikina hér á síðunni.  Þrjú félög bætast við keppni 1. deilar kvenna frá síðasta tímabili og er leikið í þremur 7 liða riðlum.  Félögum í 4. deild karla fækkar um eitt frá síðasta tímabili.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - Kría í Garðinn - 17.2.2015

Dregið hefur verið í fyrstu tvær umferðirnar í Borgunarbikar karla og kvenna en keppni í karlaflokki hefst 1. maí en 10. maí hjá konunum.  Að venju eru margar athygliverðar viðureignir á dagskránni en félögin í Pepsi-deild koma síðar inn í keppnina, í 32 liða úrslitum hjá körlum og í 16 liða úrslitum hjá konum.  Lesa meira
 

Riðlaskipting í 1. deild kvenna og 4. deild karla 2015 - 13.2.2015

Mótanefnd hefur gefið út riðlaskiptingu í 1. deild kvenna og 4. deild karla fyrir keppnistímabilið 2015 og má sjá hana hér að neðan.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn hefst föstudaginn 13. febrúar - 11.2.2015

Það verða nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar Vals og Íslandsmeistarar Stjörnunnar sem hefja leik í Lengjubikarnum 2015 en félögin mætast í Egilshöll, föstudaginn 13. febrúar kl. 19:00.  Fjölmargir leikir verða svo í í A-deild karla um komandi helgi. Lesa meira
 
Valur

Valsmenn Reykjavíkurmeistarar hjá körlum - 9.2.2015

Það voru Valsmenn sem hömpuðu Reykjavíkurmeistaratitlinum í kvöld þegar þeir lögðu Leikni í úrslitaleik en leikið var í Egilshöll.  Valsmenn höfðu tveggja marka forystu í leikhléi og bættu svo einu marki við í síðari hálfleik og höfðu 3 - 0 sigur.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Leiknir og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins - 6.2.2015

Það verða Leiknir og Valur sem leika til úrslita í Reykjavíkurmóti KRR en þetta varð ljóst eftir undanúrslitaleiki gærkvöldsins.  Þessi félög mætast í úrslitaleiknum, mánudaginn 9. febrúar, í Egilshöll og hefst leikurinn kl. 19:00. Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Opin mót félaga 2015 - 4.2.2015

Félögum sem halda opin mót 2015 er boðið að senda upplýsingar um viðkomandi mót til KSÍ líkt og áður á póstfangið: [email protected].  Upplýsingarnar verður að finna í lista undir Opin mót í valmyndinni hér vinstra megin á síðunni.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Undanúrslit Reykjavíkurmóts karla fimmtudaginn 5. febrúar - 3.2.2015

Fimmtudaginn 5. febrúar fara fram undanúrslit Reykjavíkurmóts karla en leikið verður í Egilshöll. Fjölnir og Valur mætast í fyrri leiknum og hefst hann kl. 18:45. Strax á eftir, eða kl. 20:45, leika svo Leiknir R og KR. Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan