The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160103033240/http://www.ksi.is/mot/2013/12

Mótamál

Jólakort 2013

Gleðileg jól - Hátíðarkveðja frá KSÍ - 20.12.2013

Knattspyrnusamband Íslands sendir landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsældar á nýju ári. Vonum að allir hafi það sem allra best um hátíðirnar og njóti samveru með sínum nánustu. Skrifstofa KSÍ lokar kl. 12:00, föstudaginn 20. desember og opnar aftur, fimmtudaginn 2. janúar kl. 08:00.

Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Gylfi og Sara knattspyrnufólk ársins 2013 - 16.12.2013

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2013. Þetta er í tíunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2014 - 13.12.2013

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2014  hefur verið birt á vef KSÍ undir mót 2014.  Athugasemdum við niðurröðun leikja ber að skila í síðasta lagi sunnudaginn 29. desember.  Vinsamlegast komið þessum upplýsingum til hlutaðeigandi aðila innan ykkar félags, m.a. til vallarstjóra viðkomandi félaga.

Lesa meira
 
Íslensk knattspyrna 2013

Íslensk knattspyrna 2013 komin út - 12.12.2013

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2013 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 33. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Í ár eru tímamót í útgáfu bókarinnar því hún er öll litprentuð í fyrsta skipti en áður hafa mest 37 prósent hennar verið í lit, 96 síður af 256, og fyrir vikið er uppsetning hennar og efnisröðun talsvert breytt að þessu sinni. Lesa meira
 

Ólafur Páll og Rúna Sif með flestar stoðsendingar í Pepsi-deildunum - 12.12.2013

Ólafur Páll Snorrason úr FH og Rúna Sif Stefánsdóttir úr Stjörnunni áttu flestar stoðsendingar í Pepsi-deildum karla og kvenna á árinu 2013. Þetta kemur fram í bókinni Íslensk knattspyrna 2013 eftir Víði Sigurðsson sem var kynnt á fréttamannafundi í gær, þar sem þau fengu verðlaun fyrir frammistöðu sína frá Bókaútgáfunni Tindi. Lesa meira
 



Mótamál








Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan