The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151231184130/http://www.ksi.is/mot/2009/08

Mótamál

Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna og 3. deildar karla á laugardag - 27.8.2009

Á laugardaginn verður leikið í undanúrslitum úrslitakeppni 1. deildar kvenna og þá hefjast einnig 8 liða úrslit í úrslitakeppni 3. deildar karla.  Um er að ræða fyrri viðureignir í báðum úrslitakeppnunum og má búast við mikilli baráttu í þessum leikjum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dregur til tíðinda í 1. deild kvenna - 25.8.2009

Seinni leikir 8 liða úrslita í 1. deild kvenna fara fram í kvöld og er töluverð spenna í flestum leikjanna.  Fyrsti leikurinn hefst reyndar kl. 15:00 en þá eigast við ÍBV og Sindri í Vestmannaeyjum. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Evrópudeildinni í Austurríki - 25.8.2009

Kristinn Jakobsson mun næstkomandi fimmtudag dæma leik Austria Vín frá Austurríki og Metallurh Donetsk frá Úkraínu en leikið verður í Vín.  Leikurinn er í Evrópudeild UEFA og er seinni viðureign liðanna en fyrri leiknum í Úkraínu lauk með jafntefli, 2 - 2.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Lokaumferð 3. deildar karla fer fram um helgina - 21.8.2009

Um helgina fer fram lokaumferðin í 3. deild karla og er hörð barátta um sæti í úrslitakeppninni á nokkrum vígstöðvum.  Átta lið komast í úrslitakeppnina en hún hefst laugardaginn 29. ágúst þegar fyrri leikirnir í 8 liða úrslitum fara fram.

Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna hefst á laugardag - 21.8.2009

Laugardaginn 22. ágúst hefst úrslitakeppni 1. deildar kvenna með fjórum leikjum og er um að ræða fyrri viðureignir í 8 liða úrslitum.  Í 1. deild kvenna var leikið í tveimur riðlum og komust fjögur efstu lið hvors riðils í úrslitakeppnina og tekur nú við útsláttarkeppni.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Tap í fyrsta leik hjá Hvöt í Evrópukeppninni - 19.8.2009

Hvatarmenn töpuðu sínum fyrsta leik í riðlakeppni Evrópukeppninnar í Futsal en leikið er í Austurríki.  Andstæðingarnir í dag voru Asa Tel-Aviv frá Ísrael og höfðu þeir betur, sigruðu með fimm mörkum gegn tveimur. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leik Fram og Grindavíkur frestað - 19.8.2009

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að fresta leik Fram og Grindavíkur í Pepsi-deild karla sem vera á fimmtudaginn 20. ágúst vegna verulegra veikinda í leikmannahópi Grindavíkur. Nýr leikdagur hefur verið ákveðinn 26. ágúst.

Lesa meira
 
Hvöt

Hvöt leikur í Futsal Cup í dag - 19.8.2009

Hvatarmenn heyja frumraun sína í Evrópukeppni í dag þegar þeir leika fyrsta leik sinn í F riðli Evrópukeppninnar í Futsal (Futsal Cup).  Riðillinn er leikinn í Austurríki og eru mótherjarnir í dag Asa-Tel Aviv frá Ísrael.  Önnur lið í riðlinum eru Erebuni Yerevan frá Armeníu og gestgjafarnir í FC Allstars. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á leikjum hjá Grindavík - 17.8.2009

Vegna veikinda í liði Grindavíkur og frestunar á leik Grindavíkur og ÍBV hefur mótanefnd KSÍ ákveðið eftirfarandi breytingar á leikjum í Pepsi-deild karla: Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Leik KS/Leifturs og Hamars frestað - 14.8.2009

Leik KS/Leifturs og Hamars í 2. deild karla, sem fara átti fram á laugardag, hefur verið frestað vegna veikinda stórs hluta leikmannahóps Hamars.  Hamar óskaði eftir frestun vegna þessa og féllst mótanefnd KSÍ á beiðnina.

Lesa meira
 
HK

Fossvogsmót HK 2009 - 14.8.2009

Fossvogsmót HK fyrir 4., 5., 6. og 7. flokk kvenna verður haldið í Fagralundi í Kópavogi dagana 22. - 23. ágúst 2009.  Keppt er í 7 manna liðum í öllum flokkum.  Pylsur, drykkur og sundmiði í boði HK í lok hvors mótsdags. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leik Grindavíkur og ÍBV frestað - 14.8.2009

Leik Grindavíkur og ÍBV í Pepsi-deild karla, sem fara átti fram á sunnudag, hefur verið frestað vegna veikinda stórs hluta leikmannahóps Grindavíkur.  Grindavík óskaði eftir frestun vegna þessa og féllst mótanefnd KSÍ á beiðnina.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Norræna dómararáðstefnan haldin hér á landi í ár - 14.8.2009

Norræna dómararáðstefnan, sem haldin er annað hvert ár, fer fram hér á Íslandi dagana 14. til 16. ágúst.  Ráðstefnuna sitja fulltrúar úr dómaranefndum allra Norðurlandanna, auk fulltrúa Norðurlandanna í dómaranefndum FIFA og UEFA.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Valur mætir ítölsku liði í 32-liða úrslitum - 14.8.2009

Dregið hefur verið í 32-liða úrslit Meistaradeildar UEFA í kvennaflokki.  Íslandsmeistarar Vals drógust gegn ítalska liðinu Torres Calcio F.  Sigurvegarinn í viðureigninni mætir svo sigurvegaranum í viðureign Unia Racibórz og SV Neulengbach.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Fara á námskeið um "fimm dómara kerfið" - 13.8.2009

Kristinn Jakobsson, FIFA-dómari, og Guðmundur Ingi Jónsson, dómaraeftirlitsmaður, munu sækja námskeið á vegum UEFA 24. ágúst.  Efni námskeiðsins er hið svokallaða "5 dómara kerfi" sem prófa á í Evrópudeild UEFA í haust.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Íslenskur dómarakvartett í Evrópudeild UEFA - 13.8.2009

Íslenskur dómarakvartett verður á leik austurríska liðsins FK Austria Wien og FC Metallurh Donetsk frá Úkraínu.  Um er að ræða síðari viðureign liðanna í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildar UEFA.  Leikurinn fer fram á Franz Horr-leikvanginum í Vín.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Sigurður Hannesson dómaraeftirlitsmaður á Dinamo Zagreb - Hearts - 13.8.2009

Sigurður Hannesson, eftirlitsmaður KSÍ, hefur verið settur dómaraeftirlitsmaður á viðureign króatíska liðsins Dinamo Zagreb og Heart of Midlothian frá Skotlandi, en liðin mætast á Maksimir-leikvanginum í Zagreb í Króatíu fimmtudaginn 20. ágúst. 

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Atli Guðnason valinn besti leikmaður umferða 8-15 - 10.8.2009

Viðurkenningar fyrir umferðir 8-15 í Pepsi-deild karla voru afhentar í hádeginu í dag, mánudag.  Atli Guðnason var valinn besti leikmaður umferðanna, Logi Ólafsson besti þjálfarinn, Kristinn Jakobsson besti dómarinn og þá fengu stuðningsmenn KR viðurkenningu.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Pollamót KSÍ 2009 - 10.8.2009

Svæðisbundin úrslitakeppni í Pollamóti KSÍ fer fram helgina 15.-16. ágúst.  Leikið er annars vegar SV-lands og hins vegar NL / AL og er leikið á Fylkisvelli og ÍR-velli í Reykjavík, og á KA-velli á Akureyri.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Hnátumót KSÍ 2009 - 10.8.2009

Svæðisbundin úrslitakeppni í Hnátumóti KSÍ fer fram helgina 15.-16. ágúst.  Leikið er annars vegar SV-lands og hins vegar NL / AL og fara leikirnir fram að Ásvöllum í Hafnarfirði, á Víkingsvelli í Reykjavík og á Fellavelli á Egilsstöðum. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðurkenningar fyrir 8-15 umferð í Pepsi-deild karla afhentar í dag - 10.8.2009

Í hádeginu í dag verða afhentar viðurkenningar fyrir 8 - 15 umferð í Pepsi-deild karla og athöfnin fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Að venju verður kynnt lið umferðanna, besti leikmaður, besti þjálfari og besti dómari, auk þess sem stuðningsmenn verða verðlaunaðir. 

Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson

Valgeir dæmir í Svíþjóð á sunnudaginn - 7.8.2009

Síðastliðin ár hafa knattspyrnusambönd á Norðurlöndunum haft með sér samstarf um dómaraskipti og hafa þá dómarar ferðast á milli þessara landa og dæmt leiki.  Valgeir Valgeirsson dómari mun á sunnudaginn dæma leik í næst efstu deildinni í Svíþjóð. 

Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl kominn í hóp A-dómara - 5.8.2009

Á fundi dómaranefndar, þann 29. júlí síðastliðinn, var ákveðið að Gunnar Jarl Jónsson yrði hækkaður upp í hóp A-dómara.  Gunnar Jarl, sem er 25 ára, hefur farið hratt upp dómaralistann og er einn af okkar alefnilegustu dómurum í dag.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Reykjavíkurslagur í undanúrslitum VISA bikars karla - 5.8.2009

Í hádeginu í dag var dregið í undanúrslitum VISA bikars karla og fór athöfnin fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Boðið verður upp á Reykjavíkurslag því Fram og KR mætast í öðrum leiknum en í hinum leiknum eigast við Keflavík og Breiðablik.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Dregið í undanúrslitum VISA bikars karla í dag - 5.8.2009

Í dag verður dregið í undanúrslitum VISA bikars karla og hefst drátturinn kl. 12:00.  Þau fjögur félög sem eftir eru í pottinum eru: Breiðablik, Fram, Keflavík og KR.  Dregið verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Kristinn dæmir í Evrópudeildinni í Hollandi - 5.8.2009

Kristinn Jakobsson verður á ferðinni á morgun þegar hann dæmir seinni leik hollenska liðsins NAC Breda og pólska liðsins Polonia Varsjá í Evrópudeild UEFA.  Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Oddbergur Eiríksson og fjórði dómari verður Magnús Þórisson.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í undanúrslitum VISA bikars karla á miðvikudag - 4.8.2009

Á sunnudaginn varð ljóst að KR varð fjórða félagið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum VISA bikars karla.  Þeir verða því í hattinum ásamt Breiðablik, Fram og Keflavík þegar dregið verður í undanúrslitum.  Drátturinn fer fram á morgun, miðvikudaginn 5. ágúst og hefst kl. 12:00.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan