The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151231084455/http://www.ksi.is/mot/2006/10

Mótamál

Meistaradeild UEFA

Um 38 milljónir króna til íslenskra félaga - 31.10.2006

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2005/2006 skuli renna til félaga aðildarlanda UEFA til eflingar knattspyrnu barna og unglinga. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Tvöfaldur sigur hjá Verzló - 30.10.2006

Framhaldsskólamóti KSÍ lauk nú um helgina þegar að úrslitakeppni í karla- og kvennaflokki var leikin í Egilshöll.  Verzlunarskóli Íslands bar sigur úr býtum í báðum flokkum. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Námskeið í Futsal um helgina - 25.10.2006

Um helgina mun KSÍ standa fyrir námskeiði í "Futsal" fyrir þjálfara og dómara.  Á námskeiðinu munu tveir kennarar frá FIFA kenna fræðin.  Takmarka þarf þátttöku á námskeiðin en hægt er að koma fjórum áhugasömum þjálfurum fyrir til viðótar á námskeiðið.  Lesa meira
 
Heimsokn_Roman_003

Eigandi Chelsea heimsótti Grindavík - 24.10.2006

Tveir rússneskir ríkisstjórar heimsóttu Ísland á dögunum og skoðuðu m.a. íþróttamannvirki í Grindavík.  Þetta voru Kamil Iskhakov og Roman Abramovich, ríkisstjóri í Chukotka.  Abramovich er betur þekktur sem eigandi Englandsmeistara Chelsea.

Lesa meira
 
Breidholtsskoli

Grunnskólamóti KRR lauk um helgina - 23.10.2006

Grunnskólamót KRR (Knattspyrnuráðs Reykjavíkur) fór fram síðustu tvær helgar í Egilshöll.  Þátttakan í mótinu var mjög góð og voru um 30 grunnskólar í Reykjavík sem mættu til leiks.

Lesa meira
 
Garðar Örn Hinriksson

Garðar Örn Hinriksson dæmir í Eistlandi - 23.10.2006

Garðar Örn Hinriksson verður dómari í riðlakeppni Evrópumóts U17-landsliða - og honum til fulltingis verður Gunnar Sverrir Gunnarsson aðstoðardómari. Í riðlinum eru Holland, Noregur, Króatía og Eistland og fara leikirnir fram í Tallinn í Eistlandi. Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðabliksstúlkur eru úr leik - 20.10.2006

Breiðablik laut í lægra haldi gegn Arsenal í seinni leik liðanna í 8. liða úrslitum Evrópukeppni félagslða kvenna.  Leiknum lauk með sigri Arsenal, 4-1 og því 9-1 samanlagt. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofu KSÍ lokað kl. 16:00 á föstudögum - 20.10.2006

Athygli er vakin á því að skrifstofa KSÍ verður opin frá kl. 09:00 til 16:00 á föstudögum í vetur og verður því lokað einni klukkustund fyrr á föstudögum en aðra virka daga.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Faxaflóamót/Haust - leikjaniðurröðun staðfest - 19.10.2006

Leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti/Haust hefur verið staðfest og má sjá hér (sjá neðst á síðu).  Félög eru einnig minnt á að tilkynna úrslit og senda inn leikskýrslur hið fyrsta af leikjum mótsins. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Formannafundur laugardaginn 18. nóvember - 19.10.2006

KSÍ boðar til formannafundar laugardaginn 18. nóvember á Hótel Nordica kl. 10:00 - 13:00.  Formenn allra aðildarfélaga KSÍ eru hér með boðaðir til fundarins. Að auki eru framkvæmdastjórar félaga í Landsbankadeild karla boðnir velkomnir.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Samanburður á liðum ársins í Landsbankadeild karla - 19.10.2006

Það er forvitnilegt að bera saman lið ársins í Landsbankadeild karla, er kynnt var á lokahófi KSÍ á dögunum, við lið ársins hjá Morgunblaðinu og Fréttablaðinu.  Ekki eru aðilar alltaf sammála um fótboltann frekar en fyrri daginn. Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik mætir Arsenal ytra í dag - 19.10.2006

Breiðablik mætir í dag Englandsmeisturum Arsenal í seinni leik liðanna í 8. liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða.  Leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma.  Fyrri leiknum lauk með sigri Arsenal, 5-0.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í UEFA keppninni í dag - 19.10.2006

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Austria Wien frá Austurríki og Zulte Wagerem frá Belgíu í UEFA keppninni í dag.  Aðstoðardómarar verða  Eyjólfur Finnsson og Ingvar Guðfinnssonauk þess sem Egill Már Markússon verður varadómari leiksins. Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes Valgeirsson dæmir í Litháen - 19.10.2006

Jóhannes Valgeirsson er nú að störfum sem dómari í riðlakeppni Evrópumóts U19-landsliða - og honum til fulltingis er Gunnar Gylfason aðstoðardómari. Leikir riðilsins fara fram í Kaunas og Marijampole í Litháen.  Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Skráning félagsmanna í gagnagrunn KSÍ og ÍSÍ - 16.10.2006

Frá og með 1. nóvember 2006 ber aðildarfélögum KSÍ að skrá alla iðkendur í knattspyrnu í Felix en þannig uppfylla félögin skráningarskyldu KSÍ sbr. reglugerð KSÍ um félagskipti leikmanna. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Glæsilegt lokahóf knattspyrnufólks - 15.10.2006

Lokahóf knattspyrnufólks var haldið á Broadway í gærkvöldi.  Fjölmargar viðurkenningar voru veittar fyrir góða frammstöðu á nýliðnu tímabili.  Viktor Bjarki Arnarson, Víkingi og Margrét Lára Viðarsdóttir Val, voru valin bestu leikmenn Landsbankadeildarinnar 2006.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Framhaldsskólamótið hefst um helgina - 13.10.2006

Framhaldsskólamótið í knattspyrnu hefst um helgina.  Leikið verður dagana 14. og 15. október og 21. og 22. október.  Mótið fer fram að þessu sinni á þremur stöðum, Hafnarfirði, Akureyri og Fjarðabyggð. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Blikastúlkur töpuðu fyrir Arsenal - 13.10.2006

Breiðablik tapaði fyrir Arsenal í fyrri leik liðanna á Kópavogsvelli í gær.  Leikurinn er í 8. liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna og fer seinni leikurinn fram ytra 19. október. Lesa meira
 
Lidarsins_fotbolti.net

Fótbolti.net með lið ársins í 1. og 2. deild karla - 12.10.2006

Vefsíðan www.fotbolti.net kynnti á dögunum þá leikmenn er sköruðu fram úr að mati þeirra sérfræðinga í 1. og 2. deild.  Heimasíðan hefur verið dugleg að greina frá leikjum í neðri deildum á Íslandi. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Breiðablik - Arsenal í dag kl. 16:00 - 12.10.2006

Breiðablik tekur á móti Englandsmeisturum Arsenal í fyrri leik liðanna í 8 liða úrslitum í Evrópukeppni félagsliða kvenna.  Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli í dag og hefst kl. 16:00.  Lesa meira
 
Keflavík

Mótaskrá frá Keflavík - 10.10.2006

Nú á haustmánuðum mun Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Keflavíkur standa fyrir eftirtöldum mótum í Reykjaneshöllinni, hjá yngri flokkum karla og kvenna: 

Lesa meira
 
Íslandskort

Drög að niðurröðun í Faxaflóamóti/Haust - 9.10.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Faxaflóamót/Haust liggja fyrir og má sjá hér á síðunni.  Athugasemdir, ef einhverjar eru, óskast gerðar fyrir kl. 12:00 fimmtudaginn 12. október. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamót KRR - 9.10.2006

Leikjaniðurröðun í Grunnskólamóti KRR hefur verið staðfest og má nálgast hana hér á heimasíðunni KS.  Fulltrúar skólanna eru beðnir um að kynna sér niðurröðunina. Lesa meira
 
Nordar

Íslandsmeistarar FH mæta KF Nörd - 4.10.2006

Í kvöld kl. 19:30 eigast við nýkrýndir Íslandsmeistarar FH og Knattspyrnufélagið Nörd.  Síðarnefnda liðið hefur undirbúið sig af kostgæfni fyrir þennan leik en áhorfendur Sýnar hafa fylgst með ferðalagi þeirra undanfarið. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Tillaga að nýju skipulagi Íslandsmótsins - 2.10.2006

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 30. september sl. að kynna tillögu að nýju skipulagi Íslandsmótsins í knattspyrnu í meistaraflokki sem taki gildi árið 2010 þegar 99. Íslandsmótið fer fram. Tillagan gerir ráð fyrir að leiknar verði 3 umferðir í stað 2ja í þremur efstu deildum karla og efstu deild kvenna. Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan