The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151230104232/http://www.ksi.is/mot/2009/10

Mótamál

Knattspyrnusamband Íslands

Fjármagn frá UEFA og KSÍ til íslenskra félagsliða - 30.10.2009

Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2009 hefur nú farið fram og fá íslensk félög um 37 milljónir króna í sinn hlut til barna- og unglingastarfs.  Stjórn KSÍ hefur samþykkt að leggja til um 33 milljónir króna til viðbótar framlagi UEFA til barna – og unglingastarfs aðildarfélaga.

Lesa meira
 
Auglýsing vegna góðgerðarleiks HR og HÍ

Góðgerðarleikur í Kórnum á laugardag - 29.10.2009

Vert er að vekja athygli á góðgerðarleik í knattspyrnu sem fer fram í Kórnum á laugardaginn kl. 17:00.  Þar mætast úrvalslið Háskólans í Reykjavík og úrvalslið Háskóla Íslands en bæði þessi lið eru skipuð þekktum knattspyrnuköppum.  Aðgangseyrir er 1.000 krónur en allur ágóði af leiknum rennur til Krafts.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Staðfesting á þátttöku í landsdeildum 2010 - 28.10.2009

Félögin í landsdeildum fyrir keppnistímabilið 2010, þ.e. Pepsi-deild karla og kvenna og 1. og 2. deild karla, hafa fengið sent til sín þátttökutilkynningu sem þau þurfa að senda til baka fyrir 1. nóvember þar sem þau staðfesta þátttöku. 

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Flensborg og Versló sigruðu í framhaldsskólamótinu - 26.10.2009

Flensborg og Versló reyndust sigursælir skólar í Framhaldsskólamóti KSÍ 2009, sem fram fór á Ásvöllum í Hafnarfirði um helgina. Flensborg sigraði í úrslitariðlinum í kvennaflokki og Versló lagði FÁ í úrslitaleik með þremur mörkum gegn tveimur.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitakeppni Framhaldsskólamótsins á laugardaginn - 23.10.2009

Úrslitakeppni Framhaldskólamótsins í knattspyrnu fer fram nú á laugardaginn.  Leikjaniðurröðun liggur fyrir á má nálgast hana hér á heimasíðunni.  Úrslitakeppnin fer fram á Ásvöllum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fundur formanna og framkvæmdastjóra 21. nóvember - 23.10.2009

KSÍ boðar til fundar formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga sambandsins, laugardaginn 21. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.  Formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga eru hér með boðaðir til fundarins. 

Lesa meira
 
Fram-Fylkir_Futsal_des2006_1

Unnið að niðurröðun í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu - 20.10.2009

Þessa dagana er unnið að niðurröðun í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu hjá meistaraflokkum en skráningarfrestur rann út í síðustu viku.  Vakin er athygli á því að þátttökufrestur í Íslandsmót yngri flokka innanhúss rennur út miðvikudaginn 21. október en einungis er hægt að skrá eitt lið til þátttöku í hverjum flokki. Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Kristinn dæmir í Ísrael - 20.10.2009

Kristinn Jakobsson dæmir á fimmtudaginn leik Hapoel Tel Aviv og Rapid Vín í Evrópudeild UEFA en leikið verður í Tel Aviv.  Eins og áður hefur komið fram hefur UEFA verið með verkefni þar sem fimm dómarar starfa við leiki í Evrópudeildinni ásamt varadómara. 

Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Íslandsmót yngri flokka innanhúss 2010 - Þátttökufrestur til 21. október - 16.10.2009

Aðildarfélög KSÍ hafa fengið send þátttökutilkynningu fyrir Íslandsmótið í innanhús knattspyrnu yngri flokka.  Þátttökufrestur er til 21. október og eru félögin hvött til þess að virða þennan frest svo að niðurröðun taki sem stystan tíma. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Sigurvegarar knattspyrnusumarsins 2009 - 15.10.2009

Í gærkvöldi fór fram úrslitaleikur Íslandsmóts eldri flokks karla 30+ í knattspyrnu og var það síðasti leikur Íslandsmótanna í knattspyrnu árið 2009.  Hér að neðan má sjá lista yfir sigurvegara mótanna 2009.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamót KRR sjöunda bekkjar liggur fyrir - 14.10.2009

Búið er að staðfesta leikjaniðurröðun í Grunnskólamóti KRR fyrir sjöunda bekk og fá finna leikjaniðurröðunina hér á síðunni.  

Lesa meira
 
KSÍ er aðili að dómarasáttmála UEFA

Íslenskir dómarar í eldlínunni á miðvikudaginn - 12.10.2009

Íslenskir dómarar verða á faraldsfæti í vikunni og eru þeir að störfum við tvö verkefni á erlendri grundu á miðvikudaginn.  Kristinn Jakobsson dæmir leik Búlgaríu og Georgíu í undankeppni HM 2010 og Jóhannes Valgeirsson dæmir leik Hvíta Rússlands og Albaníu í undankeppni U21 karla.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Valur - Torres á Vodafonevelli kl. 15:30 - 7.10.2009

Valsstúlkur taka á móti ítalska liðinu Torres í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í dag.  Leikurinn fer fram á Vodafonevellinum og hefst kl. 15:30.  Torres liðið vann sigur í fyrri leiknum á Ítalíu með fjórum mörkum gegn einu. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Spjall um innanhússknattspyrnu meistaraflokka - 6.10.2009

KSÍ býður félögum til kaffispjalls um keppnistímabilið í knattspyrnu innanhúss sem framundan er en frestur til að tilkynna þátttöku er til 10. október í keppni meistaraflokka.  Geta áhugasamir komið þarna og kynnt sér málin nánar um væntanlegt mótafyrirkomulag. Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Hægt að sækja um í Ferðasjóð íþróttafélaga - 6.10.2009

Búið er að opna umsóknarvef Ferðasjóðs íþróttafélaga vegna keppnisferða á mót á yfirstandandi ári, þ.e. 2009. Hægt er að skrá inn allar ferðir sem þegar hafa verið farnar og halda umsókninni opinni til áframhaldandi skráningar út árið.

Lesa meira
 
Fanndís Friðriksdóttir og Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki voru valin efnilegustu leikmenn ársins 2009.  Katrín Jónsdóttir úr Val og Atli Guðnason úr FH voru valin bestu leikmenn ársins 2009

Katrín og Atli valin bestu leikmennirnir - 5.10.2009

Í kvöld fór fram samkoma knattspyrnumanna við hátíðlega athöfn í Háskólabíói.  Veittar voru viðurkenningar fyrir knattspyrnuárið 2009 og voru þau Katrín Jónsdóttir úr Val og Atli Guðnason úr FH valin leikmenn ársins. Kristinn Jakobsson var valinn besti dómari Pepsi-deildar karla.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Samkoma knattspyrnumanna í kvöld - 5.10.2009

Verðlaun og viðurkenningar fyrir keppnistímabilið 2009 verða afhentar á samkomu knattspyrnumanna sem haldin verður í Háskólabíói í kvöld, mánudaginn 5. október.  Formleg dagskrá hefst kl. 18:00, en húsið opnar kl. 17:30. Lesa meira
 
Valur VISA bikarmeistari kvenna 2009

Valssigur í VISA bikar kvenna - 4.10.2009

Valur tryggði sér í dag VISA bikarmeistaratitil kvenna þegar þær lögðu Breiðablik að velli í spennandi framlengdum úrslitaleik.  Lokatölur urðu 5 – 1 en jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 1 -1.  Þetta er í 11. skiptið sem Valur vinnur þennan titil í kvennaflokki.

Lesa meira
 
Blikar lyfta VISA bikarnum fyrir árið 2009

Blikar bikarmeistarar í fyrsta skiptið - 3.10.2009

Breiðablik tryggði sér í dag sigur í VISA bikar karla með því að leggja Fram að velli í æsispennandi bikarúrslitaleik.  Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn, 1-1 og eftir framlengingu var einnig jafnt, 2-2.  Þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni og þar höfðu Kópavogsbúar betur.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Valur - Breiðablik - Úrslitaleikur VISA bikars kvenna - 3.10.2009

Það verður hart barist á Laugardalsvellinum þegar tvö sigursælustu kvennalið landsins, Valur og Breiðablik, mætast í úrslitaleik VISA bikars kvenna.  Flautað verður til leiks kl. 14:00 en miðasala á Laugardalsvellinum opnar kl. 12:00. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Lúðrasveitin Svanur marserar og leikur tónlist fyrir VISA-bikarúrslitaleikina - 3.10.2009

Lúðrasveitin Svanur mun marsera á hlaupabraut Laugardalsvallar og leika létta og skemmtilega tónlist fyrir úrslitaleiki VISA-bikarsins um helgina.  Svanur mun hefja leik um það bil hálftíma fyrir sjálfan knattspyrnuleikinn. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

VISA-bikarinn 2009 er 50. bikarkeppnin - 3.10.2009

í tilefni af því að VISA-bikarinn 2009 er 50. bikarkeppni KSÍ frá upphafi munu 49 krakkar koma sér fyrir úti á velli fyrir úrslitaleik VISA-bikars karla og verða þau í búningum þeirra 10 félagsliða sem hampað hafa sigri í bikarkeppni KSÍ í karlaflokki síðan 1960. 

Lesa meira
 
Erna Björk Sigurðardóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir með verðlaunagrip VISA bikars kvenna

Finn að liðið er sært frá því í fyrra - Viðtal við Frey Alexanderson - 2.10.2009

Kvennalið Vals stendur í ströngu þessa dagana. Fyrr í vikunni spilaði liðið Evrópuleik og nú á sunnudaginn mætir Valur Breiðabliki í úrslitaleik VISA-bikars kvenna. Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, er þó hvergi banginn fyrir úrslitaleikinn. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Jóhannes og Valgeir dæma bikarúrslitaleikina - 2.10.2009

Það verða þeir Jóhannes Valgeirsson og Valgeir Valgeirsson sem dæma úrslitaleiki VISA bikarkeppninnar að þessu sinni.  Jóhannes dæmir leik Fram og Breiðabliks í úrslitum VISA bikars karla en Valgeir dæmir leik Vals og Breiðablik í úrslitum VISA bikars kvenna. Lesa meira
 
Þjálfarar Breiðabliks og Vals, Gary Wake og Freyr Alexanderson, á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn í VISA bikar kvenna 2009

Mjög ánægður með hugarfar leikmanna - Viðtal við Gary Wake - 2.10.2009

Gary Wake, þjálfari Breiðabliks, segist vera mjög ánægður með hugarfarið í leikmönnum sínum í aðdraganda úrslitaleiksins í VISA-bikar kvenna þar sem Valur og Breiðablik mætast. Lesa meira
 
Fram

Settum pressu á okkur sjálfa - Viðtal við Auðun Helgason - 2.10.2009

Auðun Helgason, fyrirliði Fram, er fullur tilhlökkunar fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Breiðabliki á laugardaginn. Hann segir jafnframt að hið margumtalaða spennustig megi ekki vera of mikið. Lesa meira
 
Breiðablik

Óhemju gaman að taka þátt í þessu - Viðtal við Ólaf Kristjánsson - 2.10.2009

Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var nokkuð brattur þegar heimasíða KSÍ náði tali af honum á blaðamannafundi sem haldinn var út af bikarúrslitaleik Fram og Breiðabliks.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Sæti í Evrópudeild UEFA í húfi í bikarúrslitaleik karla - 2.10.2009

Það er mikið undir í úrslitaleik Fram og Breiðabliks í VISA bikars karla enda einn eftirsóttasti titillinn sem er í boði.  Félagið sem ber sigur úr býtum á laugardaginn mun ekki einungis hampa titlinum og milljón króna verðlaunafé frá VISA heldur ávinnur sér einnig þátttökurétt í Evrópudeild UEFA á næsta tímabili.

Lesa meira
 
Auðun Helgason og Kári Ársælsson, fyrirliðar Fram og Breiðabliks, með sigurlaunin á milli sín

Fram - Breiðablik - Úrslitaleikur VISA bikars karla - 1.10.2009

Á laugardaginn mætast Fram og Breiðablik í úrslitaleik VISA bikars karla og hefst leikurinn kl. 14:00 á Laugardalsvelli.  Á blaðamannafundi sem haldinn var í hádeginu í dag kom í ljós að mikill hugur er í leikmönnum beggja liða sem og stuðningsmönnum fyrir þennan stórleik.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Hvar verða stuðningsmennirnir? - 1.10.2009

Mikil spenna er að byggjast um hjá stuðningsmönnum Fram og Breiðabliks annarsvegar og stuðningsmönnum Vals og Breiðabliks hinsvegar fyrir bikarúrslitaleikina um helgina.  Laugardalsvöllur verður vettvangur úrslitaleikja í VISA bikar karla og kvenna á laugardag og sunnudag. Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan