The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151230022033/http://www.ksi.is/mot/2014/10

Mótamál

Drög að niðurröðun í Futsal 2015 - 24.10.2014

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út drög að niðurröðun í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu hjá meistaraflokki karla og kvenna og er hægt að finna þau hér á síðunni.  Félög hafa til 1. nóvember til að koma með athugasemdir varðandi þessa niðurröðun. Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Framlög frá UEFA og KSÍ til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga KSÍ 2014 - 23.10.2014

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA 2013/2014 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.  Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2014 hefur nú farið fram og fá íslensk félög um 43 milljónir króna í sinn hlut til barna- og unglingastarfs

Lesa meira
 

Harpa og Ingvar leikmenn ársins - 20.10.2014

Verðlaunaafhending fyrir keppnistímabilið 2014 fór fram í höfuðstöðvum KSÍ í kvöld, mánudagskvöld.  Hápunktur kvöldsins var í beinni útsendingu á Stöð 2, þegar tilkynnt var um val á bestu leikmönnum ársins, þeim Hörpu Þorsteinsdóttur og Ingvari Jónssyni úr Ísladnsmeistaraliðum Stjörnunnar.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2014 - 20.10.2014

Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2014 fer fram í höfuðstöðvum KSÍ í dag, mánudaginn 20. október.  Viðstaddir verða fulltrúar félaga í Pepsi-deildum karla og kvenna, fulltrúar dómara, verðlaunahafar og fulltrúar þeirra, sem og aðrir fulltrúar KSÍ. Bein útsending verður á Stöð 2 frá hápunkti viðburðarins. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Tveggja marka tap Stjörnunnar í Rússlandi - 16.10.2014

Stjörnustúlkur töpuðu seinni leik sínum í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna en leikið var ytra gegn Zvezda 2005 frá Rússlandi.  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir heimastúlkur sem unnu samanlagt, 8 - 3. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Stjarnan leikur í dag í Rússlandi - 16.10.2014

Stjarnan leikur í dag seinni leik sinn í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna en leikið verður gegn Zvezda 2005 frá Rússlandi ytra.  Ljóst er að róðurinn verður erfiður en þær rússnesku höfðu betur í fyrri leiknum í Garðabæ, 2 - 5. Lesa meira
 

Íslandsmótið innanhúss - Síðasti dagur til að skila inn þátttökutilkynningum - 16.10.2014

Meðfylgjandi er þátttökutilkynning fyrir Íslandsmót meistaraflokka í knattspyrnu innanhúss 2015. Frestur til að tilkynna þátttöku er til fimmtudagsins 16. október. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Aðsókn í Pepsi-deild karla 2014 - 15.10.2014

Alls mættu 121.852 áhorfendur á leikina 132 í Pepsi-deild karla á nýliðnu keppnistímabili sem gerir 923 áhorfendur að meðaltali á hvern leik. Þetta eru nokkuð færri áhorfendur en mættu á leiki árið 2013 en þá voru 1.057 áhorfendur að meðaltali á leikjum Pepsi-deildar. Lesa meira
 

Stjarnan mætir WFC Zvezda 2005 í kvöld - 7.10.2014

Á miðvikudag mæta Íslandsmeistarar Stjörnunnar rússneska liðinu WFC Zvezda 2005 í forkeppni Meistaradeildar kvenna.  Þetta er fyrri viðureign liðanna og fer hún fram á Samsung-vellinum í Garðabæ kl. 20:00.  Forsala aðgöngumiða er í fullum gangi og eru áhugasamir hvattir til að tryggja sér miða á þennan leik.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamóti KRR lauk um helgina - 6.10.2014

Grunnskólamóti KRR lauk nú um helgina og fór það fram í Egilshöllinni.  Að venju eru það 7. og 10. bekkir grunnskólanna sem leika á þessu móti, hjá drengjum og stúlkum.  Lista  af sigurvegurum má sjá hér að neðan.

Lesa meira
 
Stjarnan Íslandsmeistarar 2014

Pepsi-deild karla - Stjarnan Íslandsmeistari í fyrsta skipti - 6.10.2014

Stjarnan tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skiptið eftir sigur á FH á Kaplakrikavelli.  Þarna áttust við tvö efstu félögin var því um úrslitaleik að ræða.  Hvorki fleiri né færri en 6.450 áhorfendur fylltu Kaplakrikavöll og urðu vitni að gríðarlega spennandi leik.  Spennan var líka mikil á öðrum vígstöðvum í Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna - Harpa og Ólafur valin best - 1.10.2014

Í dag voru afhent, í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar, verðlaun fyrir þá leikmenn sem sköruðu fram úr í Pepsi-deild kvenna í sumar.  Nýkrýndir Íslandsmeistarar Stjörnunnar voru áberandi en fimm leikmenn Garðbæinga voru í liði ársins auk þess sem Harpa Þorsteinsdóttir var valin besti leikmaðurinn og Ólafur Þór Guðbjörnsson besti þjálfarinn.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan