The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151231031015/http://www.ksi.is/mot/2008/09

Mótamál

Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

1000 dagar í HM kvenna í Þýskalandi - 30.9.2008

Í dag eru 1000 dagar þangað til flautað verður til leiks á HM kvenna sem fram fer í Þýskalandi 2010.  Af því tilefni voru þær níu borgir tilnefndar þar sem leikir munu fara fram en opnunarleikurinn fer fram á Olympíuleikvangnum í Berlín, 26. júní 2011. Lesa meira
 
bolti_i_marki

Mörkunum fjölgar í Landsbankadeild karla - 30.9.2008

Á nýafstaðinni keppni í Landsbankadeild karla voru skoruð 3,12 mörk að meðaltali í leik.  Ekki hafa verið skoruðu fleiri mörk að meðaltali í efstu deild karla síðan 1995.  Á síðasta tímabili voru skoruð 269 mörk í 90 leikjum eða að meðaltali 2,99 mörk í leik. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Davíð Þór bestur í umferðum 15 - 22 - 30.9.2008

Umferðir 15 – 22 í Landsbankadeild karla voru gerðar upp í dag. Davíð Þór Viðarsson var valinn besti leikmaðurinn og Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn.  Dómari umferðanna var valinn Jóhannes Valgeirsson og stuðningsmenn Keflavíkur fengu verðlaun.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Frakklandi - 30.9.2008

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, verður í eldlínunni á fimmtudaginn þegar hann dæmir leik St Etienne frá Frakklandi og Hapoel Tel Aviv í UEFA bikarnum.  Leikurinn er seinni leikur liðanna og fer fram á heimavelli franska félagsins. Lesa meira
 
Frá leik Fjölnis og KR í 2. umferð Landsbankadeildar karla 2008.  Leikurinn var fyrsti heimaleikur Fjölnis í efst deild.  Myndina tók Vilbogi Einarsson

Góð aðsókn á Landsbankadeild karla í sumar - 30.9.2008

Góð aðsókn var á leiki í Landsbankadeild karla í sumar og mættu að meðaltali 1.106 áhorfendur á hvern leik í Landsbankadeildinni.  Þetta er næstbesta aðsókn frá upphafi en 1.329 áhorfendur mættu á leikina árið 2007. Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

UEFA bikarinn heitir eftirleiðis Evrópudeild UEFA - 29.9.2008

Framkvæmdastjórn UEFA ákvað á fundi sínum að frá og með keppnistímabilinu 2009/2010 muni UEFA bikarinn eftirleiðis heita Evrópudeild UEFA.  Á sama tíma var nýtt merki keppninnar kynnt. Lesa meira
 
UEFA

24 þjóðir í úrslitakeppni EM frá 2016 - 29.9.2008

Á fundi sínum fyrir helgi samþykkti Framkvæmdastjórn UEFA að fjölga þjóðum í úrslitakeppni EM frá 2016.  Þetta þýðir að 24 þjóðir fara í úrslitakeppnina í stað 16 þjóða áður. Lesa meira
 
FH

Titillinn í Hafnarfjörðinn - 27.9.2008

Það voru FH sem tryggðu sér sigur í Landsbankadeild karla í dag eftir æsispennandi lokaumferð.  FH sigraði Fylki í Árbænum með tveimur mörkum gegn engu en á sama tíma töpuðu Keflvíkingar á heimavelli gegn Fram með einu marki gegn tveimur.  Þetta er í fjórða skiptið á fimm árum sem FH verða Íslandsmeistarar. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Lokaumferð Landsbankadeildar karla - 26.9.2008

Laugardaginn 27. september fer fram lokaumferðin í Landsbankadeild karla og hefjast allir leikirnir kl. 16:00.  Mikil spenna er fyrir þessa síðustu leiki og ræðst ekki fyrr en eftir þá hverjir það verða er hampa titlinum. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Viðurkenningar fyrir umferðir 15-22 afhentar á þriðjudag - 26.9.2008

Þriðjudaginn 30. september kemur í ljós hverjir hafa skarað fram úr í umferðum 15-22 í Landsbankadeild karla.  Viðurkenningar verða afhentar í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu þann dag.

Lesa meira
 

Lokahóf KSÍ laugardaginn 18. október - 25.9.2008

Lokahóf KSÍ verður haldið laugardaginn 18. október næstkomandi á veitingastaðnum Broadway.  Dagskrá kvöldsins og miðapantanir verða tilkynntar hér á síðunni þegar nær dregur.

Lesa meira
 
FIFA - My game is fair play

Háttvísidagar FIFA 2008 - 23.9.2008

Dagana 20. til 28. september eru Háttvísidagar FIFA haldnir hátíðlegir á knattspyrnuleikjum víðs vegar um heiminn.  Á háttvísidögum er minnt á að besta leiðin til að leika knattspyrnu er að leika af háttvísi. 

Lesa meira
 
Hamrarnir/Vinir sigruðu í 3. deild karla 2008

Hamrarnir/Vinir sigruðu í 3. deild karla - 22.9.2008

Hamrarnir/Vinir sigruðu í 3. deild karla þegar þeir sigruðu BÍ/Bolungarvík í úrslitaleik sem fram fór á Ísafirði á dögunum.  Lokatölur urðu 3-1 fyrir Hamrana/Vini en bæði liðin höfðu fyrir leikinn tryggt sér sæti í 2. deild. Lesa meira
 
UEFA

Fyrirkomulagi Evrópukeppnanna breytt - 22.9.2008

Baráttan um Evrópusæti er æsispennandi fyrir lokaumferðina í Landsbankadeild karla.  Á næsta ári verður fyrirkomulagi Evrópukeppnanna breytt og íslensk lið vinna sér inn þátttökurétt á keppnistímabilinu 2008 sem hér segir: Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Stjarnan upp í Landsbankadeild karla - 20.9.2008

Lokaumferðir í 1. og 2. deild karla fóru fram í dag og var mikil spenna á báðum vígstöðvum.  Í 1. deild karla voru það Stjörnumenn er tryggðu sér sæti í Landsbankadeild karla að ári eftir mikla baráttu við Selfyssinga. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

KR VISA bikarmeistari kvenna - 20.9.2008

KR varð í dag VISA bikarmeistari kvenna þegar þær unnu Val í úrslitaleik á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 4-0 KR í vil og skoraði Hólmfríður Magnúsdóttir þrennu fyrir KR í leiknum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lokaumferðirnar í 1. og 2. deild karla á laugardag - 19.9.2008

Nú á laugardag fara fram lokaumferðirnar í 1. og 2. deild karla og er spenna þar á báðum vígstöðvum.  Leikirnir hefjast allir kl. 14:00 nema leikirnir Haukar-Stjarnan og Selfoss-ÍBV sem hefjast kl. 16:00. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Valur - KR í úrslitum VISA bikars kvenna - 17.9.2008

Valur og KR mætast í úrslitum VISA bikars kvenna, laugardaginn 20. september.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 16:00.  Miðaverð á leikinn er 1000 krónur fyrir 17 ára og eldri (800 krónur fyrir VISA korthafa) en frítt er á leikinn fyrir 16 ára og yngri í boði VISA. Hér að neðan má sjá viðtöl við þjálfara liðanna. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Úrslitaleikur VISA bikars kvenna á laugardaginn - 17.9.2008

Í hádeginu í dag verður haldinn blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ en tilefni hans er úrslitaleikur VISA bikars kvenna sem fer fram næstkomandi laugardag kl. 16:00.  Þar mætast Valur og KR á Laugardalsvelli og má búast við hörkuleik eins og ætíð þegar að þessi félög mætast á knattspyrnuvellinum. Lesa meira
 
Dóra María Lárusdóttir var valin best leikmanna í Landsbankadeild kvenna fyrir umferðir 13-18

Dóra María valin best í umferðum 13 - 18 - 16.9.2008

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 13 - 18 í Landsbankadeild kvenna.  Dóra María Lárusdóttir var valin besti leikmaðurinn og þjálfarar Vals, Elísabet Gunnarsdóttir og Freyr Alexandersson, voru valdir bestu þjálfararnir. 

Lesa meira
 
Frá leik Fjölnis og KR í 2. umferð Landsbankadeildar karla 2008.  Leikurinn var fyrsti heimaleikur Fjölnis í efst deild.  Myndina tók Vilbogi Einarsson

127.388 áhorfendur hafa mætt á leiki Landsbankadeildar karla - 15.9.2008

Þegar 19 umferðum er lokið í Landsbankadeild karla hafa 127.388 áhorfendur mætt á leikina 113 til þessa en eftir á að leika leik FH og Breiðabliks úr 18. umferð.  Þetta gerir að meðaltali 1127 áhorfendur á leik sem er næstbesta aðsókn frá upphafi.  Lesa meira
 
Afturelding

Afturelding komið í 1. deildina - 15.9.2008

Afturelding tryggði sér í gær sæti í 1. deild karla á næsta tímabili.  Þetta varð ljóst eftir næstsíðustu umferðina í 2. deild karla.  Afturelding tapaði gegn Hamar á heimavelli en á sama tíma töpuðu Víðismenn á Sauðárkróki og sætið því Mosfellinga. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Umferðir 13-18 í Landsbankadeild kvenna gerðar upp á þriðjudag - 15.9.2008

Umferðir 13-18 í Landsbankadeild kvenna verða gerðar upp í hádeginu á þriðjudag, þegar viðurkenningar fyrir umferðirnar verða afhentar í höfuðstöðvum KSÍ.  Úrvalslið umferðanna verður kynnt, besti leikmaðurinn og besti þjálfarinn.

Lesa meira
 
Magnús Þórisson

Magnús og Oddbergur dæma í Króatíu - 14.9.2008

Þeir Magnús Þórisson og Oddbergur Eiríksson munu síðar í þessum mánuði dæma í UEFA Regions Cup sem er keppni áhugamannaliða í Evrópu.  Riðillinn sem Magnús og Oddbergur dæma í fer fram í Króatíu. Lesa meira
 
Valur Íslandsmeistari kvenna 2008

Valsstúlkur Íslandsmeistarar - 13.9.2008

Lokaumferð Landsbankadeildar kvenna fór fram í dag og fengu Valsstúlkur Íslandsmeistaratitilinn í sínar hendur eftir öruggan sigur á Stjörnunni á heimavelli.  Það var Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er fékk Valsstúlkum sigurlaunin í hendur að leik loknum. Lesa meira
 
ÍBV

ÍBV komið upp - Njarðvík fallið í 2. deild - 12.9.2008

Heil umferð fór fram í 1. deild karla í gærkvöldi og var um 21. og næstsíðustu umferðina að ræða.  ÍBV tryggðu sér sæti í Landsbankadeild karla að ári en það varð einnig ljóst að það verða Njarðvíkingar er fylgja KS/Leiftur niður i 2. deild. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Spennuþrungin umferð í 1. deild karla í kvöld - 12.9.2008

Í kvöld kl. 18:00 fer fram 21. og næstsíðasta umferðin í 1. deild karla og er spenna bæði á toppi og botni.  Tveir sérstakir hátiðarleikir eru einnig á dagskránni, annar á Akureyri og hinn á Ólafsvík. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Lokaumferð Landsbankadeildar kvenna á laugardag - 12.9.2008

Laugardaginn 13. september fer fram lokaumferð Landsbankadeildar kvenna og hefjast allir leikirnir kl. 13:00 nema leikur Fjölnis og Breiðabliks er hefst kl. 12:00.  Valsstúlkur standa ákaflega vel að vígi á toppnum og geta gulltryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli gegn Stjörnunni.  Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu. Lesa meira
 
Eyjólfur Magnús Kristinsson

Eyjólfur Magnús dæmir í Danmörku - 12.9.2008

Eyjólfur Magnús Kristinsson mun á sunnudaginn dæma leik dönsku liðanna Lyngby og Skive í 1. deild karla.  Verkefnið er hluti af norrænum dómaraskiptum knattspyrnusambanda á Norðurlöndum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hamrarnir/Vinir og BÍ/Bolungarvík í 2. deild - 10.9.2008

Það verða Hamrarnir/Vinir og BÍ/Bolungarvík sem munu leika í 2. deild karla að ári en þetta varð ljóst í gærkvöldi eftir seinni viðureignirnar í undanúrslitum 3. deildar karla.  Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur áfram í Evrópukeppninni - 9.9.2008

Valur vann stórsigur á Holon frá Ísrael í lokaleik liðsins í riðlakeppni Evrópukeppni kvenna en riðillinn var leikinn í Slóvakíu.  Lokatölur urðu 9-0 og sigruðu Valsstúlkur í riðlinum með miklum yfirburðum.  Lesa meira
 
ÍR

ÍR hampaði titlinum í 1. deild kvenna - 9.9.2008

Það voru ÍR stúlkur er hömpuðu sigurlaununum í 1 deild kvenna en þær lögðu þá GRV í úrslitaleik á Njarðvíkurvelli.  Lokatölur urðu 4-1 ÍR í vil eftir að þær höfðu leitt í hálfleik, 1-0. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Síðasti leikur Valsstúlkna í dag - 9.9.2008

Valur leikur í dag lokaleik sinn í riðlakeppni Evrópukeppni kvenna en leikið er í Slóvakíu.  Mótherjarnir í dag eru Holon frá Ísrael og hefst leikurinn kl. 09:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Annar sigur Valsstúlkna í Evrópukeppni kvenna - 6.9.2008

Valsstúlkur unnu annan sigur sinn í riðlakeppni Evrópukeppni kvenna en leikið er í Slóvakíu.  Leikið var gegn heimastúlkum í Sala og urðu lokatölur 6-2 Valsstúlkum í vil. Síðasti leikur Vals í riðlinum verður gegn ísraelska liðinu Maccabi Holon.  Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Undanúrslit 3. deildar karla hefjast á laugardaginn - 5.9.2008

Á laugardaginn hefjast undanúrslit í 3. deild karla en leikið er heima og heiman.  Seinni leikirnir fara svo fram á þriðjudag en eftir það verður ljóst hvaða félög leika í 2. deild að ári. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Úrslitaleikur 1. deildar kvenna á laugardag - 5.9.2008

Á laugardaginn fer fram úrslitaleikur 1. deildar kvenna og verður hann leikinn á Njarðvíkurvelli og hefst kl. 14:00.  Það verða GRV og ÍR sem mætast í þessum úrslitaleik.  Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Stórsigur Valsstúlkna gegn Cardiff - 4.9.2008

Valsstúlkur unnu stórsigur í dag í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópukeppni kvenna en riðillinn er leikinn í Slóvakíu.  Lokatölur urðu 8-1 Val í vil eftir að staðan í leikhléi hafði verið 5-1.  Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn og Garðar Örn að störfum - 4.9.2008

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, mun á laugardaginn dæma leik Póllands og Slóveníu í undankeppni HM 2010.  Þá mun Garðar Örn Hinriksson dæma leik San Marinó og Lettlands í undankeppni Evrópumóts U21 karla 2009. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valur leikur gegn Cardiff í dag - 4.9.2008

Valur leikur í dag fyrsta leik sinn í riðlakeppni Evrópkeppni kvenna en riðill þeirra er leikinn í Slóvakíu.  Fyrsti leikur Vals er gegn Cardiff frá Wales og hefst hann kl. 09:00 að íslenskum tíma.  Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Breytingar á leikjum í Landsbankadeild karla - 3.9.2008

Tveimur leikjum í 20. umferð Landsbankadeildar karla hefur verið breytt.  Eru þetta leikirnir Fram-FH og Keflavík-Breiðablik.  Einnig hefur verið ákveðið að allir leikir í 22. umferð Landsbankadeildar karla laugardaginn 27. september hefjist kl. 16.00 Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Leikið í 1. deild karla í kvöld - 3.9.2008

Í kvöld hefst 20. umferð í 1. deild karla en þar er spenna á toppi og botni þegar að þrjár umferðir eru eftir af deildinni.  Athygli er vakin á því að leikur Njarðvíkur og ÍBV í þessari umferð verður leikinn 16. september vegna verkefna hjá U21 karla. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

ÍR og GRV leika í Landsbankadeild kvenna að ári - 3.9.2008

ÍR og GRV tryggðu sér í gær sæti í Landsbankadeild kvenna á næsta tímabili en þetta varð ljóst eftir leiki gærkvöldsins.  Þar sigraði ÍR Hött á heimavelli, 6-0 og GRV lagði Völsung á Húsavík, 4-1. Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Leikur Þróttar og ÍA færður vegna sjónvarpsútsendingar - 2.9.2008

Leikur Þróttar og ÍA í 19. umferð Landsbankadeildar karla hefur verið færður aftur um einn dag.  Er það vegna beinnar sjónvarpsútsendingar frá leiknum en hann verður sýndur í beinni á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Sport. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

KR mætir Fjölni í úrslitum VISA bikars karla - 1.9.2008

KR tryggðu sér sæti í úrslitaleik VISA bikars karla í kvöld eftir sigur á Breiðabliki í undanúrslitaleik á Laugardalsvelli.  Staðan var markalaus eftir venjulega leiktíma og 1-1 eftir framlengingu.  Það þurfti því vítspyrnukeppni til þess að knýja fram úrslit og þar höfðu KR betur.  Það verða því KR og Fjölnir er leika til úrslita 4. október. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Breiðablik - KR í kvöld kl. 20:00 - 1.9.2008

Í kvöld kl. 20:00 mætast Breiðablik og KR í undanúrslitum VISA bikars karla og hefst leikurinn kl. 20:00 á Laugardalsvelli.  Sigurvegari leiksins kemst í úrslitaleik VISA bikarsins og mætir þar Fjölnismönnum en þeir lögðu Fylki í gær í frábærum undanúrslitaleik. Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan