The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160101025910/http://www.ksi.is/mot/2005/08

Mótamál

Landsbankadeildin

Þróttarar fallnir úr Landsbankadeildinni - 31.8.2005

Eftir jafntefli Vals og ÍBV á mánudag varð ljóst að Þróttarar eru fallnir úr Landsbankadeildinni og leika því í 1. deild 2006.  Grindavík, ÍBV og Fram eru einnig í mikilli fallhættu. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis í 1. deild kvenna - fylkir.com

Fylkir og Þór/KA/KS leika til úrslita - 31.8.2005

Það verða Fylkir og Þór/KA/KS sem leika til úrslita í 1. deild kvenna.  Sigurvegarinn leikur í Landsbankadeild 2006, en liðið sem hafnar í 2. sæti leikur aukaleiki við liðið sem hafnar í 7. sæti Landsbankadeildar. Lesa meira
 
Leikmaður Gróttu með knöttinn

Leiknir F., Grótta, Sindri og Reynir S. í undanúrslit - 31.8.2005

Leiknir F., Grótta, Sindri og Reynir S. höfðu betur samanlagt gegn mótherjum sínum í 8-liða úrslitum 3. deildar karla og eru þessi félög því komin í undanúrslit.  Fyrri leikirnir fara fram 3. september.

Lesa meira
 
Breiðablik - Íslandsmeistarar í 5. flokki kvenna 2005

Breiðablik og FH Íslandsmeistarar í 5. flokki - 29.8.2005

Úrslitakeppni 5. flokka karla og kvenna lauk um helgina.  Breiðablik varð Íslandsmeistari í 5. flokki kvenna, en FH hampaði titlinum í 5. flokki karla.  Fjölnir og Fylkir voru sigursæl í C og D liðum.

Lesa meira
 
Úr leik Fylkis í 1. deild kvenna - fylkir.com

Þrjár þrennur hjá Fylki gegn Hetti - 29.8.2005

Þrír leikmenn Fylkis gerðu þrennu þegar lið þeirra mætti Hetti í undanúrslitum 1. deildar kvenna á sunnudag.  Fylkir vann viðureignir liðanna 17-1 samanlagt og leikur því til úrslita í 1. deild kvenna.

Lesa meira
 
Úr leik Víkings og Hauka á Ólafsvíkurvelli

Meirihluti liða í fallhættu í 1. deild karla - 29.8.2005

Tveimur umferðum er nú ólokið í 1. deild karla og er óhætt að segja að mikil spenna sé framundan, enda getur meirihluti liðanna í deildinni enn fallið.  Aðeins sex stiga munur er á neðsta sætinu og því fimmta.

Lesa meira
 
Frá leik í 5. flokki karla

Úrslitaleikir í 5. flokki um helgina - 26.8.2005

Um helgina fer fram lokahnykkurinn á Íslandsmóti 5. flokks karla og kvenna.  Úrslitaleikir 5. flokks karla A og B fara fram á Stjörnuvelli í Garðabæ, en úrslitaleikir 5. flokks kvenna A og B á Leiknisvelli í Reykjavík.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Haustmót KRR 2005 - Drög að niðurröðun - 26.8.2005

Haustmót Knattspyrnuráðs Reykjavíkur (KRR) í yngri flokkum verða haldin í Egilshöll og á gervigrasvöllum í september og október.   Drög að leikjaniðurröðun liggur nú fyrir og má skoða hér á vefnum.

Lesa meira
 
Breiðablik

Blikar meistarar í 1. deild karla - 26.8.2005

Breiðablik tryggði sér á fimmtudag sigur í 1. deild karla með jafntefli gegn Víkingi R. sem á í harðri baráttu við KA um 2. sæti deildarinnar.  Sæti Blika í Landsbankadeild 2006 var hins vegar þegar öruggt. 

Lesa meira
 
Leiknir R.

Leiknismenn öruggir í 1. deild að ári - 26.8.2005

Leiknismenn í Reykjavík eru öruggir með sæti í 1. deild á næsta ári eftir sigur í uppgjöri toppliða 2. deildar á Stjörnuvelli á fimmtudag.  Leiknir sigraði í leiknum með tveimur mörkum gegn einu.

Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan Íslandsmeistari í 2. flokki kvenna 2005 - 26.8.2005

Stjarnan tryggði sér á fimmtudagskvöld Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki kvenna annað árið í röð með því að leggja KR 6-0 í lokaleik sínum á Stjörnuvelli fyrir framan fjölmarga áhorfendur.

Lesa meira
 
1. FSV Mainz 05

Keflvíkingar úr leik í UEFA-bikarnum - 25.8.2005

Keflvíkingar biðu í kvöld lægri hlut fyrir þýska liðinu Mainz í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins, en liðin mættust á Laugardalsvellinum.  Þjóðverjarnir skoruðu eitt mark í hvorum hálfleik og reyndust það einu mörk leiksins. 

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Byrjunarliðin hjá Keflavík og Mainz - 25.8.2005

Byrjunarliðin í viðureign Keflavíkur og Mainz í UEFA-bikarnum hafa verið tilkynnt, en liðin mætast á Laugardalsvelli í kvöld kl. 19:15. Hörður Sveinsson og Guðmundur Steinarsson leika í framlínunni, eins og þeir hafa gert með góðum árangri í Landsbankadeildinni í sumar.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Viðureign Grindavíkur og Fram beint á Sýn - 25.8.2005

Ákveðið hefur verið að viðureign Grindavíkur og Fram í 16. umferð Landsbankadeildar karla verði sýnd í beinni útsendingu á Sýn og af þeim sökum hefur tímasetningu leiksins verið breytt. Lesa meira
 
Fjölnir

Fjölni dæmdur sigur gegn Val - 25.8.2005

Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli Fjölnis gegn Val vegna leiks í 3. flokki karla þar sem Fjölnir taldi Val hafa teflt fram ólöglegum leikmanni.  Dómstóllinn féllst á kröfur Fjölnismanna og dæmdi þeim sigur í leiknum.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Breiðablik og KR mætast í úrslitaleiknum - 25.8.2005

Breiðablik og KR tryggðu sér á miðvikudagskvöld sæti í úrslitaleik VISA-bikars kvenna með því að leggja andstæðinga sína í undanúrslitum.  Þessi tvö lið hafa fjórum sinnum áður mæst í úrslitaleik bikarsins.

Lesa meira
 
Blikar eru með jákvæðan markamismun

Allt í mínus - 24.8.2005

Athyglisvert er að skoða markamismun liðanna í efstu tveimur deildum karla þar sem aðeins 5 af liðunum 20 eru með jákvæðan markamismun, þ.e. hafa skorað fleiri mörk en þau hafa fengið á sig.

Lesa meira
 
Leiknismenn fagna (leiknir.com)

Toppslagir í 1. og 2. deild karla á fimmtudag - 24.8.2005

Leiknir R. getur nánast tryggt sér sæti í 1. deild að ári með sigri á Stjörnunni á fimmtudag, en Víkingur R. og KA berjast um réttinn til að fylgja Breiðabliki upp í Landsbankadeild karla 2006. Lesa meira
 
Knattspyrnufélagið Þróttur

Þróttur auglýsir eftir þjálfurum - 23.8.2005

Knattspyrnufélagið Þróttur þarf að bæta við sig þjálfurum fyrir næsta starfsár. Félagið rekur metnaðarfulla starfsemi sem er ört vaxandi.  Boðið er upp á bestu aðstöðu sem völ er á í Laugardalnum.

Lesa meira
 
Egill Már Markússon

Egill dæmir leik Plock og Grasshoppers - 23.8.2005

Egill Már Markússon verður dómari í síðari viðureign pólska liðsins Wisla Plock og Grasshoppers frá Sviss í UEFA-bikarnum, en liðin mætast á Gorskiego-leikvanginum í Plock á fimmtudag.

Lesa meira
 
Þeir svartklæddu eru stundum grænklæddir ...

Danskur dómari á viðureign HK og KA - 23.8.2005

Dómari í viðureign HK og KA í 1. deild karla föstudaginn 26. ágúst næstkomandi verður Henrik N. Kragh frá Danmörku.  Þetta er liður í samstarfi knattspyrnusambanda á Norðurlöndum um skipti á dómurum.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Meðaltal eftir 15 umferðir er 1.109 áhorfendur á leik - 23.8.2005

Aðsókn að leikjum Landsbankadeildar karla í sumar hefur verið mjög góð og er útlit fyrir að áhorfendametið verði slegið. Nýtt áhorfendamet á einum leik á Kaplakrikavelli var sett síðastliðinn sunnudag. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Keflavík mætir Mainz á fimmtudag - 23.8.2005

VISA-bikarmeistarar Keflavíkur mæta þýska liðinu Mainz öðru sinni í UEFA-bikarnum á Laugardalsvelli á fimmtudag.  Þjóðverjarnir unnu með tveimur mörkum gegn engu í fyrri viðureigninni, sem fram fór í Frankfurt.

Lesa meira
 
7 manna bolti

Sigurvegarar í 7 manna bolta 2005 - 22.8.2005

Smellið hér að neðan til að skoða yfirlit yfir sigurvegara þeirra móta yngri flokka þar sem leikið er í 7 manna liðum.  Keppni í 5. flokki karla og kvenna lýkur um næstu helgi.

Lesa meira
 
FH

Íslandsbikarinn afhentur í Kaplakrika 11. september - 22.8.2005

Eins og kunnugt er tryggðu FH-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn með glæsibrag um liðna helgi.  Ákveðið hefur verið að Íslandsbikarinn verði afhentur í Kaplakrika 11. september, en þá tekur FH á móti Fylki í næst síðustu umferð. Lesa meira
 
ÍA

ÍA auglýsir eftir þjálfurum - 22.8.2005

Hjá unglinganefnd knattspyrnufélags ÍA (UKÍA) eru nú lausar til umsóknar þjálfarastöður fyrir yngri flokka keppnistímabilið 2005-2006. UKÍA býður þjálfurum topp æfingaaðstöðu.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Undanúrslit VISA-bikars kvenna á miðvikudag - 22.8.2005

Undanúrslit VISA-bikars kvenna fara fram næstkomandi miðvikudag.  Á Kópavogsvelli mætast tvö efstu lið Landsbankadeildarinnar, Breiðablik og Valur, en á KR-velli verður 1. deildarlið Fjölnis í heimsókn.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Keppt um sæti í Landsbankadeild 2006 - 22.8.2005

Undanúrslit 1. deildar kvenna hefjast á laugardag þegar Haukar mæta Þór/KA/KS og Höttur tekur á móti Fylki.  Um er að ræða fyrri viðureignir liðanna, en síðari leikirnir fara fram þremur dögum síðar.

Lesa meira
 
Úr leik Gróttu og GG í 3. deild karla

Úrslitakeppni 3. deildar karla 2005 - 22.8.2005

Úrslitakeppni 3. deildar karla hefst næstkomandi laugardag með fyrri leikjum í 8-liða úrslitum.  Síðari leikirnir fara fram þremur dögum síðar.  Átta bæjarfélög víðs vegar af landinu eiga fulltrúa í úrslitakeppninni.

Lesa meira
 
FH

FH-ingar Íslandsmeistarar annað árið í röð! - 22.8.2005

FH-ingar tryggðu sér á sunnudag Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla með því að leggja Valsmenn í Kaplakrika með tveimur mörkum gegn engu.  FH hefur þar með unnið alla leiki sína hingað til í Landsbankadeildinni.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Þór/KA/KS og Höttur örugg úr B-riðli - 19.8.2005

Riðlakeppni 1. deildar kvenna lýkur um helgina og er óhætt að segja að öllu meiri spenna sé í A-riðli.  Þór/KA/KS og Höttur hafa þegar tryggt sér efstu tvö sæti B-riðils og þar með sæti í undanúrslitum.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Sjö lið með öruggt sæti í úrslitakeppni 3. deildar karla - 19.8.2005

Sjö lið hafa þegar tryggt sæti sitt í úrslitakeppni 3. deildar karla, en riðlakeppninni lýkur á laugardag.  Hvöt, Hvíti Riddarinn og Skallagrímur berjast um eina lausa sætið. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Liðin í 3. deild karla nota flesta leikmenn - 19.8.2005

Athyglisvert er að skoða hversu margir leikmenn hafa komið við sögu í leikjum liða í hinum ýmsu deildum Íslandsmótsins.  Liðin í 3. deild karla nota flesta leikmenn og þar trónir Eyjaliðið KFS á toppnum með hvorki fleiri né færri en 37.

Lesa meira
 
Rangstaða

Túlkun á rangstöðu - 19.8.2005

Nokkur óvissa hefur skapast um túlkun rangstöðureglunnar eftir breytingar sem gerðar voru á knattspyrnulögunum síðastliðið vor. Alþjóðanefnd FIFA hefur nú gefið út ráðleggingar til að skýra málið nánar.    

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik í Landsbankadeild karla 2006 - 19.8.2005

Breiðablik er öruggt með sæti í Landsbankadeild karla 2006.  KA og Víkingur R. gerðu jafntefli á Akureyrarvelli á fimmtudag og þar með er sæti Blika í Landsbankadeild tryggt.  KA og Víkingur R. berjast því áfram um 2. sætið.

Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Úrslitakeppni 7 manna liða framundan - 19.8.2005

Úrslitakeppni Íslandsmóts 7 manna liða yngri flokka fer fram um helgina og er leikið víðs vegar um landið. Smellið hér að neðan til að skoða upplýsingar um leikstaði og leikdaga. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Boðið á leiki í Landsbankadeildinni - 17.8.2005

Stuðningsmönnum ÍBV verður boðið frítt á næstu tvo heimaleiki liðsins, gegn Grindavík og Þrótti, og viðskiptavinum Landsbankans verður boðið á toppslag FH og Vals næstkomandi sunnudag. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur leika í 16-liða úrslitum í Svíþjóð - 16.8.2005

Ákveðið hefur verið að riðill Vals í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna verði leikinn í Svíþjóð. Auk Vals eru í riðlinum í Djurgården/Älvsjö, sem eru mótshaldarar, ZFK Masinac-Classic Nis og Alma KTZH. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur með fullt hús í Finnlandi - 15.8.2005

Íslandsmeistarar Vals unnu á laugardag 8-1 stórsigur á eistnesku meisturunum, Pärnu, í Evrópukeppni félagsliða kvenna.  Sæti Vals í 2. umferð hafði þegar verið tryggt með sigrum gegn Röa og FC United.

Lesa meira
 
FH

Nýtt FH-blað komið út - 15.8.2005

Nýtt FH-blað er komið út og er margt áhugavert þar að finna, m.a. viðtöl við forráðamenn, þjálfara og núverandi jafnt sem fyrrverandi leikmenn, auk þess sem hin svokallaða Mafía er kynnt.

Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Valur áfram í Evrópukeppni kvenna - 12.8.2005

Kvennaliðs Vals tekur nú þátt í forkeppni að Evrópukeppni félagsliða kvenna með frábærum árangri... Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót KSÍ fyrir pilta 19. - 21. ágúst - 12.8.2005

Árlegt úrtökumót KSÍ fer fram að Laugarvatni helgina 19.-21. ágúst.  Á úrtökumótinu eru kallaðir saman efnilegustu drengir landsins fæddir 1990, þ.e. á yngra ári í 3. flokki karla. Lesa meira
 
Álftanes

Álftanes leitar eftir þjálfurum - 11.8.2005

Ungmennafélag Álftaness auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka í knattspyrnu.  Umsóknir þurfa að berast fyrir 18. ágúst næstkomandi á tölvupóstfangið [email protected]. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur mæta finnsku meisturunum í dag - 11.8.2005

Íslandsmeistarar Vals mæta í dag finnsku meisturunum í FC United í Evrópukeppni félagsliða kvenna og hefst leikurinn kl. 15:30 að íslenskum tíma.  Riðillinn fer fram í Finnlandi og er FC United því á heimavelli.

Lesa meira
 
Afturelding

Afturelding sýknuð af kröfum Tindastóls - 11.8.2005

Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli Tindastóls gegn Aftureldingu vegna leiks í 2. deild karla.  Tindastóll taldi Aftureldingu hafa notað ólöglegan leikmann, en dómstóllinn var því ekki sammála.

Lesa meira
 
Dómari að störfum

Norskur dómari dæmir leik HK og Víkings - 10.8.2005

Á föstudaginn kemur mun Ken Henry Johnsen frá Noregi dæma viðureign HK og Víkings R. í 1. deild karla.  Þetta er liður í samstarfi knattspyrnusambanda á Norðurlöndum um skipti á dómurum.

Lesa meira
 
Fylkir

Fylki dæmdur sigur gegn Breiðabliki í 3. flokki kvenna - 10.8.2005

Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli Fylkis gegn Breiðabliki vegna leiks í 3. flokki kvenna þar sem Fylkir taldi Breiðablik hafa teflt fram ólöglegum leikmanni.  Dómstóllinn féllst á kröfur Fylkismanna og dæmdi þeim sigur í leiknum.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Nokkrum leikjum breytt í Landsbankadeild karla - 9.8.2005

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á leikjum í Landsbankadeild karla, annars vegar vegna þátttöku Keflavíkur í UEFA-bikarnum og hins vegar vegna beinna sjónvarpsútsendinga á Sýn. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik ÍBV og Keflavíkur frestað - 9.8.2005

Leik ÍBV og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna hefur verið frestað vegna ófærðar.  Leikurinn hefur því verið færður til miðvikudags og fer fram á Hásteinsvelli kl. 19:00. Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Frábær sigur Vals á norsku meisturunum - 9.8.2005

Íslandsmeistarar Vals unnu frábæran 4-1 sigur á Noregsmeisturum Roa Idrettslag í Evrópukeppni félagsliða kvenna. Sigurinn er enn merkilegri fyrir þær sakir að norsk kvennalið eru talin með þeim bestu í Evrópu. Lesa meira
 



Mótamál


Mót félagsliða




Mót félagsliða




Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan