Grunnskólamót KRR í biðstöðu
Vegna kennaraverkfalls verður ekki leikið á Grunnskólamóti Knattspyrnuráðs Reykjavíkur (KRR) sem fara átti fram í Egilshöll næstu tvær helgar, 16. - 17. og 23. - 24. október. KRR mun skoða stöðuna eftir að verkfallið leysist og gefa út tilkynningu um mótið. |