LD karla - Leikir í 9. og 10. umferð
Tveir leikir í 10. umferð Landsbankadeildar karla hafa þegar farið fram, FH - KR og Fylkir - ÍA, þó svo að 9. umferð hefjist ekki fyrr en í kvöld. Leikjunum var raðað þannig vegna þátttöku liðanna í Evrópumótum. Fyrstu leikir 9. umferðar fara fram í kvöld, Víkingur - Grindavík og Keflavík - Fram, en tveir leikir fara síðan fram á laugardag og einn á sunnudag. Tíunda umferð deildarinnar klárast síðan með tveimur leikjum 13. júlí og einum leik 14. júlí. Hægt er að skoða leiki í öllum mótum hér á vefnum annars vegar í tímaröð og hins vegar í umferðaröð með því að smella á viðkomandi tengil á síðu viðkomandi móts. |