16-liða úrslit VISA-bikars karla
Næstkomandi föstudag hefjast 16-liða úrslit í VISA-bikar karla með sex leikjum, einn leikur fer síðan fram á laugardag og einn á mánudag. Af liðunum sextán eru níu úr Landsbankadeild, fimm úr 1. deild, eitt úr 2. deild og eitt úr 3. deild. Leikstaðir í 16-liða úrslitum eru Valbjarnarvöllur, Hásteinsvöllur, Njarðvíkurvöllur, Kópavogsvöllur, Fylkisvöllur, Kaplakrikavöllur, Víkingsvöllur og Laugardalsvöllur. |