Úrslitaleikurinn í Kaplakrika
FH og KR munu leika til úrslita í Efri deild Deildarbikars karla. FH-ingar lögðu Skagamenn 2-0 í undanúrslitum og KR-ingar höfðu betur gegn Víkingum, 1-0. Úrslitaleikurinn verður á aðalvellinum í Kaplakrika laugardaginn 8. maí næstkomandi kl. 14:00.