The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151226114643/http://www.ksi.is:80/landslid/

Landslið

Aron Einar, Gylfi Þór og Sara Björk meðal tilefndra sem íþróttamaður ársins 2015 - 23.12.2015

Samtök íþróttafréttamanna hafa tilnefnt 10 íþróttamenn í kjörinu um íþróttamann ársins 2015. Fótboltinn á fulltrúa á listanum en meðal tilnefndra eru Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir. Þá er karlalandsliðið tilnefnt sem lið ársins og Heimir Hallgrímsson er tilnefndur sem þjálfari ársins.

Lesa meira
 

Herragarðurinn klæðir A landslið karla á EM 2016 í Frakklandi - 21.12.2015

KSÍ og Herragarðurinn hafa gert með sér samkomulag  vegna þátttöku A landsliðs karla í úrslitakeppni EM 2016.  Samkvæmt samkomulaginu mun Herragarðurinn útvega leikmönnum og starfsmönnum A landsliðs karla jakkaföt sem þeir sem munu klæðast fyrir leiki í keppninni og við sérstök tækifæri.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U17 og U19 karla - 21.12.2015

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U19 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar þjálfara U19 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

U21 karla - Hópurinn sem mætir Katar í janúar - 18.12.2015

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið eftirtalda leikmenn til að leika fyrir Íslands hönd í U23 vináttulandsleik gegn Katar en leikið verður í Belek Tyrklandi 6. Janúar 2016.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland leikur tvo leiki við Skotland í febrúar - 18.12.2015

Knattspyrnusambönd Íslands og Skotlands hafa komist að samkomulagi um að U17 kvennalandslið þjóðanna spili æfingaleiki á Íslandi í byrjun febrúar 2016.

Lesa meira
 

Úrtakshópar vegna U17 kvenna - 18.12.2015

Freyr Alexandersson hefur valið tvo úrtakshópa U17 kvenna til æfinga 8. – 10. janúar 2016. Í viðhenginu eru nöfn leikmanna og dagskrá helgarinnar. Vinsamlegast komið þessum upplýsingum til ykkar leikmanna.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland í 19. sæti á heimslista FIFA - 18.12.2015

Kvennalandsliðið er í 19. sæti á heimslista FIFA sem var birtur í dag, föstudag. Liðið stendur í stað á frá seinasta lista en lítil breyting er á efstu sætum listans að þessu sinni. Spánn fer upp um 4 sæti á listanum og er nú í 14. sæti en að öðru leyti er engin breyting á liðum í 1. - 13. sæti.

Lesa meira
 

Gylfi Þór og Sara Björk knattspyrnufólk ársins 2015 - 17.12.2015

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2015. Þetta er í 12. sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og eru það fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem velja. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum.

Lesa meira
 
Nicola Rizzoli

Dómararnir 18 á EM 2016 - 15.12.2015

UEFA hefur opinberað nöfn þeirra 18 dómara sem koma til með að dæma leikina á EM karlalandsliða í Frakklandi 2016, alls 51 leik.  Nöfn aðstoðardómara og aukaaðstoðardómara verða birt í febrúar.

Lesa meira
 

Miðapantanir á úrslitakeppni EM einungis á miðasöluvef UEFA - 14.12.2015

Eins og mörgum er kunnugt þá er búið að opna fyrir miðapantanir á leiki úrslitakeppni EM í Frakklandi 2016, þ.m.t. á leiki Íslands í keppninni.  Allar upplýsingar um ferlið er hægt að finna á miðasöluvef UEFA þar sem einnig er sótt um miða.  Að gefnu tilefni er bent á að einungis er hægt að panta og kaupa miða í gegnum UEFA á leiki keppninnar. Lesa meira
 

Umsóknarglugginn fyrir miða á EM 2016 opnar í dag, mánudag - 14.12.2015

Umsóknarglugginn fyrir miða á úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016 opnar mánudaginn 14. desember kl. 11:00 að íslenskum tíma. Eingöngu er hægt að sækja um miða í gegnum miðasöluvef UEFA (www.euro2016.com) og öll afgreiðsla eða þjónusta vegna umsókna fer fram í gegnum UEFA.

Lesa meira
 

Vináttuleikur við Sameinuðu arabísku furstadæmin 16. janúar - 14.12.2015

KSÍ hefur komust að samkomulagi við Knattspyrnusamband Sameinuðu arabísku furstadæmanna um vináttuleik A landsliðs karla í Abu Dhabi þann 16. janúar. Áður hafði verið staðfestur vináttuleikur Íslands og Finnlands í sömu borg og fer sá leikur fram 13. janúar.

Lesa meira
 

Ísland með Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki í F-riðli á EM - 12.12.2015

Ísland leikur með Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki í riðli í lokakeppni EM en dregið var í riðla í París í dag.

Lesa meira
 

Hvaða liðum mætir Ísland á lokakeppni EM? - 12.12.2015

Það er dregið í riðla fyrir lokakeppni EM í Frakklandi í dag, laugardag. Það kemur því í ljós milli klukkan 17 og 18 hvaða lið leika við Ísland í Frakklandi. Drátturinn fer fram í París og er Skjárinn með beina útsendingu frá viðburðinum.

Lesa meira
 
Úr leik Wales og Íslands (mynd frá faw.org.uk)

Vináttuleikur við Bandaríkin 31. janúar - 11.12.2015

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Bandaríkjanna hafa samið um vináttulandsleik fyrir A landslið karla. Leikið verður í Los Angeles í Kaliforníu þann 31. janúar næstkomandi á StubHub Center leikvanginum í Carson.

Lesa meira
 

UEFA.com valdi líklegt byrjunarlið Íslands á EM - 10.12.2015

UEFA birti á vef sínum, UEFA.com, hugsanleg byrjunarlið þjóða sem leika á á EM í Frakklandi næsta sumar. Ekki kemur fram á hverju UEFA byggir valið en líklega er valið ákvarðað af byrjunarliðum þjóðanna í undankeppninni.

Lesa meira
 

Íslensk knattspyrna 2015 komin út - 10.12.2015

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2015 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 35. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út.

Lesa meira
 
Join us

Lykilspurningar og svör um miðasölu á EM 2016 - 9.12.2015

KSÍ fær reglulega fyrirspurnir vegna miðasölu á leiki í úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016, sem fram fer í Frakklandi næsta sumar.  Umsóknargluggi fyrir miða á leiki Íslands opnar 14. desember og er opinn til 18. janúar.  Öll miðasalan og öll þjónusta/afgreiðsla fer fram í gegnum UEFA.  Smellið hér að neðan til að skoða nokkrar lykilspurningar og svör .

Lesa meira
 

Ekki missa af EM 2016 drættinum á laugardag - 9.12.2015

Dregið verður í riðla fyrir EM 2016 næstkomandi laugardag og verður drátturinn í beinni útsendingu á SkjáEinum. Sett hefur verið saman kort sem sýnir tímasetninguna á mismunandi stöðum í heiminum, þannig að það þarf enginn að missa af drættinum, burtséð frá því hvar viðkomandi er í heiminum.

Lesa meira
 
UEFA EURO 2016

Svona er dregið í riðla fyrir EM 2016 - 8.12.2015

Næstkomandi laugardag verður dregið í riðla fyrir úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016 og eins og kunnugt er verður íslenska landsliðið á meðal þátttökuþjóða í Frakklandi næsta sumar.  Drátturinn fer fram í París og hefst viðburðurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma.  Smellið hér að neðan til að skoða upplýsingar um það hvernig drátturinn fer fram.

Lesa meira
 

Mót landsliða