The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151231183650/http://www.ksi.is:80/domaramal

Dómaramál

Nicola Rizzoli

Dómararnir 18 á EM 2016 - 15.12.2015

UEFA hefur opinberað nöfn þeirra 18 dómara sem koma til með að dæma leikina á EM karlalandsliða í Frakklandi 2016, alls 51 leik.  Nöfn aðstoðardómara og aukaaðstoðardómara verða birt í febrúar.

Lesa meira
 

Unglingadómaranámskeið þann 15. desember - 10.12.2015

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Hauka og hefst kl. 17:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Gunnar Jarl dæmir leik Chelsea og Porto í Unglingadeild UEFA - 7.12.2015

Gunnar Jarl Jónsson mun dæma leik Chelsea og Porto í Unglindadeild UEFA en þar eru lið skipuð leikmönnum 19 ára og yngri.

Lesa meira
 

Unglingadómaranámskeið KSÍ - 8. desember - 3.12.2015

Unglingadómaranámskeið verður haldið af KSÍ í samvinnu við Val þriðjudaginn 8. desember, klukkan 18:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Námskeiðið fer fram á Valsvellinum á Hlíðarenda.

Lesa meira
 

Íslenskir FIFA dómarar 2016 - 2.12.2015

FIFA hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2016. Að þessu sinni eru tveir nýliðar í hópnum en Bryngeir Valdimarsson og Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson koma nýir inn á listann.

Lesa meira
 

Vilhjálmur Alvar dæmir leik Man.Utd og PSV Eindhoven í Unglingadeild UEFA - 23.11.2015

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leik Manchester United Youth og PSV Eindhoven Youth í Unglindadeild UEFA en þar eru lið skipuð leikmönnum 19 ára og yngri.

Lesa meira
 

Knattspyrnulögin 2015-2016 - 16.11.2015

Knattspyrnulögin 2015 - 2016 eru komin út. Hægt er að nálgast skjalið í PDF-formi sem og í rafrænni útgáfu á Issu lesaranum.

Lesa meira
 

Gunnar Jarl dæmir í U19 karla - Þóroddur dæmir hjá U21 í Danmörku - 12.11.2015

Gunnar Jarl Jónsson, dómari, og Birkir Sigurðarson, aðstoðardómari, eru meðal dómara sem dæma í riðlakeppni í U19 karla. Riðillinn er leikinn á Írlandi en liðinn sem leika eru Írland, Skotland, Lettland og Slóvenía.

Lesa meira
 

Landsdómararáðstefna KSÍ 14. nóvember - 12.11.2015

KSÍ er með landsdómararáðstefnu um komandi helgi þar sem farið verður yfir mörg mál sem tengjast dómgæslunni. M.a. verður rætt um nýjar áherslur hvað varðar rangstöðu, notkun á samskiptamiðlum og fleira.

Lesa meira
 

HK leitar að dómarastjóra - 9.11.2015

Knattspyrnudeild HK óskar eftir að ráða dómarastjóra fyrir knattspyrnudeild. Dómarastjóri sér um að skipuleggja dómgæslu og útvega dómara á leiki yngri flokka knattspyrnudeildar HK

Lesa meira
 

Þorvaldur dæmir í Unglingadeild UEFA - 2.11.2015

Íslenskir dómarar eru á faraldsfæti þessa daganna en Þorvaldur Árnason mun dæma leik Middlesbrough og Torino í Unglingadeild UEFA á fimmtudaginn. Með Þorvaldi í verkefninu eru Jóhann Gunnar Guðmundsson og Bryngeir Valdimarsson.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Þóroddur og Gylfi að störfum í Wales - 26.10.2015

Þessa dagana eru þeir Þóroddur Hjaltalín dómari og Gylfi Már Sigurðsson aðstoðardómari við störf í undankeppni EM U17 landsliða karla.  Riðillinn sem þeir eru að dæma í fer fram í Wales og auk heimamanna eru í riðlinum eru lið Albaníu, Hollands og Sviss. Lesa meira
 

Rúna aðstoðardómari á leik Þýskalands og Tyrklands - 22.10.2015

Rúna Kristin Stefánsdóttir verður aðstoðardómari á leik Þýskalands og Tyrklands í undankeppni EM kvenna sem fram fer í Þýskalandi á sunnudaginn. Rúna verður með írskum dómurum en Daly Rhona verður aðaldómari á leiknum.

Lesa meira
 
Valdmar Pálsson

Valdimar Pálsson dæmir í Wales - 15.10.2015

Valdimar Pálsson verður dómari á leik Airbus UK Broughton og Llandudno í welsku úrvalsdeildinni á föstudag.  Verkefnið er hluti af dómaraskiptum á milli knattspyrnusambanda Íslands og Wales.  Lesa meira
 

Rússar dæma leik Íslands og Lettlands - 7.10.2015

Það verða rússneskir dómarar sem dæma leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM á laugardaginn. Aleksei Eskov er aðaldómari leiksins en sex dómarar dæma leikinn þar sem aukaaðstoðardómarar eru einnig í dómarateyminu.

Lesa meira
 

Íslenskir dómarar á EM U21 karla - 6.10.2015

Íslenskir dómarar munu dæma leiki í undankeppni EM U21 karla sem er í fullum gangi. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leik Svíþjóðar og Eistlands sem fram fer þann 9. október. Með honum eru Gylfi Már Sigurðsson, Frosti Viðar Gunnarsson og Þóroddur Hjaltalín sem er fjórði dómari.

Lesa meira
 
UEFA youth league logo

Íslenskir dómarar í Unglingadeild UEFA - 28.9.2015

Í vikunni fara fram leikir í Unglingadeild UEFA (UEFA Youth League) og verða tvö íslensk dómarateymi að störfum.  Þorvaldur Árnason verður dómari á viðureign Arsenal FC og Olympiacos FC á þriðjudag og Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður dómari á leik FC Midtjylland og FC Saburtalo á miðvikudag.

Lesa meira
 

Norræn dómaraskipti - Íslenskir dómarar í Færeyjum og Svíþjóð - 18.9.2015

Íslenskir dómarar verða við störf í Færeyjum og Svíþjóð á næstu dögum en þetta er hluti af norrænum dómaraskiptum knattspyrnusambanda Norðurlandanna.

Lesa meira
 

A karla - Úkraínumenn dæma leikinn gegn Kasakstan - 4.9.2015

Dómarar í leik Íslands og Kasakstan á sunnudaginn er frá Úkraínu. Ievgenii Aranovskyi er aðaldómari leiksins en hann dæmdi seinast leik Dortmund og Odd BK í Evrópudeildinni. Aranovskyi er 39 ára gamall en hann byrjaði að dæma alþjóðlega leiki árið 2006.

Lesa meira
 
Andri Vigfússon

Andri dæmir í Moldavíu - 24.8.2015

Andri Vigfússon verður í eldlínunni en hann mun dagana 27. – 29. ágúst dæma í undankeppni Futsal Cup, Evrópukeppni félagsliða í Futsal.  Riðillinn sem fer fram í Moldavíu en þar mætast félagslið frá Armeníu, Belgíu auk Moldavíu. Lesa meira