
Leikdagar í 8 liða úrslitum VISA bikars karla
FH og KA leika fimmtudaginn 1. júlí
Búið er að ákveða leikdaga í 8 liða úrslitum VISA bikars karla en leikur FH og KA hefur verið færður framar vegna þátttöku FH í Meistaradeild Evrópu. Sá leikur fer fram fimmtudaginn 1. júlí kl. 18:00 en aðrir leikir umferðarinnar eru mánudaginn 12. júlí kl. 19:15.
Leikirnir eru:
Fimmtudagur 1. júlí
- FH - KA
Mánudagur 12. júlí
- Fram - Valur
- KR - Þróttur R.
- Víkingur Ó. - Stjarnan