
Leikið í Evrópukeppni í Futsal hér á landi
Keflvíkingar leika í Futsal Cup í ágúst
Frá UEFA bárust þar fréttir í dag að leikið verður í undankeppni Evrópukeppninnar í Futsal hér á landi en einn riðill verður í umsjón Keflvíkinga. Keflvíkingar sóttu um að leika riðil sinn hér á landi og samþykkti UEFA það í dag.
Keflavík, sem varð Íslandsmeistari í Futsal í janúar, er þriðja íslenska félagið sem tekur þátt í Futsal Cup en það fyrsta sem leikur á heimavelli. Riðillinn verður leikinn á tímabilinu 14. - 22. ágúst en dregið verður í riðlana 6. júlí næstkomandi.