
13. umferð Landsbankadeildar kvenna í kvöld
Landsbankinn heitir á hvert mark til styrktar Neistanum
Í kvöld verður 13. umferð Landsbankadeildar kvenna leikin og eru fjórir leikir á dagskrá. Landsbankinn heitir 30.000 kr. á hvert mark er skorað er í þessari umferð og munu áheitin renna til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna.
Vonandi verða leikmenn liðanna á skotskónum í kvöld og eru áhorfendur hvattir til þess að mæta á völlinn og hvetja sitt lið.