
Röndóttur slagur í Laugardalnum í kvöld
Annaðhvort Þróttur eða KR mæta Keflavík í úrslitum VISA-bikarsins
Laugardalsvöllur verður vettvangur fyrir seinni undanúrslitaleik VISA-bikarsins í kvöld. Mætast þá Þróttur og KR og verður væntanlega hart barist í báðar rendur. Leikurinn hefst kl. 20:00 og er hægt að kaupa miða á miði.is.
Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gær með sigri á Víkingum með fjórum mörkum gegn engu. Bíða Suðurnesjamenn væntanlega spenntir eftir því að sjá hvoru liðinu þeir mæta í úrslitum er fram fara 30. september.
Athygli er vakin á því að hægt er að kaupa miða á undanúrslitaleikinn á www.midi.is og einnig hér.
Handhafar VISA kreditkorta fá miðann á 1200 krónur.