The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160510112130/http://www.ksi.is/mot/nr/4616
Mótamál
VISA-bikarinn

Röndóttur slagur í Laugardalnum í kvöld

Annaðhvort Þróttur eða KR mæta Keflavík í úrslitum VISA-bikarsins

29.8.2006

Laugardalsvöllur verður vettvangur fyrir seinni undanúrslitaleik VISA-bikarsins í kvöld.  Mætast þá Þróttur og KR og verður væntanlega hart barist í báðar rendur.  Leikurinn hefst kl. 20:00 og er hægt að kaupa miða á miði.is.

Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gær með sigri á Víkingum með fjórum mörkum gegn engu.  Bíða Suðurnesjamenn væntanlega spenntir eftir því að sjá hvoru liðinu þeir mæta í úrslitum er fram fara 30. september.

Athygli er vakin á því að hægt er að kaupa miða á undanúrslitaleikinn á www.midi.is og einnig hér

Handhafar VISA kreditkorta fá miðann á 1200 krónur.

 




Mótamál




Aðildarfélög




Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan