
Keflvíkingar í úrslit VISA-bikarsins
Mæta þar annaðhvort Þrótti eða KR
Keflvíkingar tryggðu sér í gær sæti í úrslitum VISA-bikarsins með sigri á Víkingi. Lauk leiknum 0-4 fyrir Suðurnesjamenn og voru þeir vel að sigrinum komnir. Þeir mæta annaðhvort Þrótti eða KR en þau leika í kvöld kl. 20:00 á Laugardalsvellinum.
Fyrsta mark Keflvíkinga kom á 22. mínútu þegar að Jónas Sævarsson skoraði eftir lagleikan samleik Keflvíkinga. Þannig var staðan þegar að liðin gengu til búningsherbergja.
Víkingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og fengu góð marktækifæri til þess að skora. Það tókst þeim hinsvegar ekki og Keflvíkingar gengu á lagið. Bættu þeir við þremur mörkum áður en yfir lauk. Guðmundur Steinarsson skoraði tvö mörk og Þórarinn Kristjánsson skoraði eitt.
Keflvíkingar eru því komnir í úrslitaleikinn og mæta þar annaðhvort Þrótti eða KR. Þau mætast í kvöld á Laugardalsvelli og hefst leikurinn stundvíslega kl. 20:00. Sjálfur úrslitaleikurinn fer svo einnig fram á Laugardalsvelli og er leikinn 30. september kl. 14:00.
Athygli er vakin á því að hægt er að kaupa miða á undanúrslitaleikinn á www.midi.is og einnig hér.
Handhafar VISA kreditkorta fá miðann á 1200 krónur.