
Breiðablik mætir austurísku meisturunum í dag
Leika gegn SV Neulengbach kl. 16:30
Breiðablik leikur annan leik sinn í dag í Evrópukeppni félagsliða kvenna. Mæta þær þá SV Neulengbach kl. 16:30 að íslenskum tíma. Bæð þessi lið unnu sína fyrstu leiki i riðlinum og má því búast við hörkuleik í dag.
Blikastúlkur sigruðu meistarana frá Portúgal í fyrsta leik sínum, 4-1. Þær austurísku báru sigurorð af meisturunum frá Norður-Írlandi, 5-1.