The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160104033421/http://www.ksi.is/mot/2014/04

Mótamál

Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Berserkir unnu C-deildina - 30.4.2014

Það voru Berserkir sem höfðu sigur í C-deild Lengjubikars karla en þeir höfðu betur gegn Víðismönnum á Garðsvelli.  Lokatölur urðu 6 - 0 fyrir Berserki sem leiddu með þremur mörkum í leikhléi.  Þetta var þriðja árið í röð sem Berserkir komast í þennan úrslitaleik en í fyrsta sinn sem þeir hafa sigur. Lesa meira
 

Pepsi-deild karla 2014 - KR spáð titlinum - 30.4.2014

Hin árlega spá forráðamanna félaga í Pepsi-deild karla var birt í dag á kynningarfundi sem haldinn var í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.  KR er spáð titlinum en nýliðunum í deildini, Víkingi R. og Fjölni, er spáð falli. Pepsi-deild karla hefst sunnudaginn 4. maí.

Lesa meira
 

Staðfest niðurröðun í 1. deild kvenna og 4. deild karla 2014 - 30.4.2014

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í 1. deild kvenna og 4. deild karla.  Mikilvægt er að félögin sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast óþarfa misskilning. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Úrslitaleikur C-deildar í kvöld - 29.4.2014

Úrslitaleikur C-deildar Lengjubikars karla fer fram í kvöld en þá mætast Víðir og Berserkir á Garðsvelli kl. 19:00.  Víðir hafði betur gegn Álftanesi í undanúrslitum en Berserkir lögðu KFG.  Þetta er þriðja árið í röð sem Berserkir leika til úrslita í þessari keppni en hafa enn ekki unnið titilinn. Lesa meira
 
Undirritun hjá Borgun og Stöð 2 Sport, Geir Þorsteinsson, Haukur Oddsson og Hjörvar Hafliðason

Borgunarbikarinn hefst laugardaginn 3. maí - 29.4.2014

Borgunarbikarinn hefst laugardaginn 3. maí af krafti en um helgina eru 23 leikir á dagskránni í 1. umferð hjá körlunum.  Eru margir forvitnilegir á dagskránni um allt land og má sjá þá með því að smella á tengilinn hér að neðan.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Breytingar á reglum varðandi Evrópusæti - 28.4.2014

Breyting hefur verið gerð á reglum um Evrópusæti til handa íslenskra liða.  Ef sama félagið verður Íslandsmeistari og bikarmeistari mun taplið úrslitaleiks bikarsins ekki fá Evrópusæti.  Sætið mun flytjast á efsta félagið í deildarkeppninni sem ekki hefur tryggt sér sæti í Evrópudeild UEFA.  Þessi breyting er gerð til samræmis við reglur hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA.

Lesa meira
 
bunadur-leikmanna

Félagaskipti - Ertu ekki skráður í rétt félag? - 28.4.2014

Félög eru beðin um að fara vel yfir skráningar sinna leikmanna en Borgunarbikarinn hefst laugardaginn 3. maí og eru mörg félög þá að leika sína fyrstu leiki á keppnistímabilinu.  Nokkuð er um ný félög í bikarnum og eru þau minnt á að ganga frá félagaskiptum sínum tímanlega. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Óúttekin leikbönn 2014 - 28.4.2014

Á hverju vori fær skrifstofa KSÍ ótalmargar fyrirspurnir um óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð. Ævinlega er félögum bent á að þeim hafi verið tilkynnt um leikbönn með tölvupósti og það sé á þeirra ábyrgð að gæta þess að leikmenn sem eigi eftir að taka út leikbönn geri svo eða sbr. starfsreglur Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ: Lesa meira
 
Fjarðabyggð

Lengjubikar karla - Fjarðabyggð tryggði sér sigur í B-deild - 28.4.2014

Fjarðabyggð tryggði sér titilinn í B-deild Lengjubikars karla þegar þeir lögðu nágranna sína, Leikni Fáskrúðsfirði, í úrslitaleik.  Lokatölur urðu 4 - 1 fyrir Fjarðabyggð og leiddu þeir með fjórum mörkum í leikhléi. Lesa meira
 
FH

Lengjubikar karla - FH sigurvegari í A-deildinni - 27.4.2014

FH tryggði sér um helgina sigur í A-deild Lengjubikars karla þegar þeir lögðu Breiðablik að velli en leikið var á Samsung vellinum í Garðabæ.  Lokatölur urðu 4 - 1 fyrir FH sem leiddu í leikhléi, 1 - 0.  FH vann þennan titil í sjötta skiptið og hefur ekkert félag unnið þennan titil oftar í A-deild karla.

Lesa meira
 

Stjarnan er Lengjubikarmeistari kvenna - 27.4.2014

Kvennalið Stjörnunnar vann í kvöld 3-0 sigur á Breiðablik í úrslitaleik Lengjubikarsins en leikurinn fór fram í Egilshöll. Danka Podovac kom Stjörnunni yfir á 31.mínútu en það var Harpa Þorsteinsdóttir sem skoraði svo tvívegis í seinni hálfleik og sá til þess að Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu öruggan sigur.

Lesa meira
 

KR hafði betur gegn Fram í Meistarakeppni KSÍ - 27.4.2014

Íslandsmeistarar KR unnu í dag 2-0 sigur á Fram í Meistarakeppni KSÍ þar sem ríkjandi Íslandsmeistarar mæta bikarmeisturunum seinasta tímabils. Fyrra markið kom á 31.mínútu en það var Kjartan Henry Finnbogason sem skoraði úr víti.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Úrslitaleikur B-deildar Lengjubikars karla á sunnudaginn - 25.4.2014

Fjarðabyggð og Leiknir Fáskrúðsfirði mætast í úrslitaleik B-deildar Lengjubikars en leikið verður í Fjarðabyggðahöllinni, sunnudaginn 27. apríl kl. 16:00.  Fjarðabyggð lagði ÍR að velli í undanúrslitum og Leiknir bar sigurorð af Völsungi. Lesa meira
 
Handbók leikja 2014

Fundað um framkvæmd leikja og önnur mál - 25.4.2014

Árlegur vinnufundur félaga í Pepsi-deild karla um framkvæmd leikja og önnur mál var haldinn á miðvikudag.  Á fundinum er jafnan farið yfir ýmis hagnýt atriði úr Handbók leikja, sem gefin er út á hverju ári og inniheldur ábendingar og tilmæli til félaga.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar kvenna - Stjarnan og Breiðablik í úrslitum A-deildar - 25.4.2014

Það verða Stjarnan og Breiðablik sem mætast í úrslitum A-deildar Lengjubikars kvenna en leikurinn fer fram í Egilshöllinni, sunnudaginn 27. apríl, og hefst kl. 19:00.  Stjörnustúlkur eru núverandi handhafar titilins en Breiðablik vann hann árið 2012. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Meistarakeppni karla - KR og Fram mætast sunnudaginn 27. apríl - 25.4.2014

KR og Fram mætast í Meistarakeppni karla, sunnudaginn 27. apríl, og fer leikurinn fram á Gervigrasvellinum í Laugardal.  Leikurinn hefst kl. 16:00 en í þessum árlega leik mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit í B og C deildum Lengubikars karla - 23.4.2014

Nú fer að síga á seinni hlutann í Lengjubikarnum og fimmtudaginn 24. apríl þá verður leikið til undanúrslita í B og C deild Lengjubikars karla. Sigurvegarar viðureignanna tryggja sér svo sæti í úrslitaleikjunum sem fyrirhugaðir eru, sunnudaginn 27. apríl Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Úrslitaleikur A-deildar karla á föstudaginn - 23.4.2014

Breiðablik og FH mætast í úrslitaleik A-deildar Lengjubikars karla, föstudaginn 25. apríl, en leikið verður á Samsung vellinum í Garðabæ. Leikurinn hefst kl. 19:00 en Blikar eru núverandi handhafar titilsins. FH lagði KR að velli í undanúrslitum en Breiðablik hafði betur gegn Þór.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar kvenna - Undanúrslit A-deildar hefjast í kvöld - 23.4.2014

Undanúrslit A-deildar Lengjubikars kvenna hefjast í kvöld en þá mætast Stjarnan og Valur og Samsung vellinum í Garðabæ og hefst leikurinn kl. 19:00. Á morgun, fimmtudaginn 24. apríl, eigast svo við Breiðablik og Þór/KA í Fífunni og hefst sá leikur kl. 18:00. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kynningarfundir Pepsi-deildanna 30. apríl og 12. maí - 22.4.2014

Kynningarfundur Pepsi-deildar karla fer fram miðvikudaginn 30. apríl og kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna mánudaginn 12. maí.  Báðir verða þeir haldnir í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 í Reykjavík.  Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla fer fram sunnudaginn 4. maí, en keppni í Pepsi-deild kvenna hefst þriðjudaginn 13. maí.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Undanúrslit fara fram mánudaginn 21. apríl - 20.4.2014

Undanúrslit A deildar Lengubikars karla fara fram annan í páskum, mánudaginn 21. apríl.  Á KR velli mætast KR og FH og í Boganum á Akureyri leika Þór og Breiðablik.  Sigurvegarar viðureignanna leika svo til úrslita á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl, og fer sá leikur fram á Samsung vellinum í Garðabæ. Lesa meira
 
Samtök íþróttafréttamanna

Umsóknir um fjölmiðlaskírteini 2014 - 16.4.2014

KSÍ hefur gert samkomulag við Samtök Íþróttafréttamanna (SÍ) vegna aðgangsskírteina fyrir fulltrúa fjölmiðla keppnistímabilið 2014.  Umsóknir skulu sendar á tölvupóstfang SÍ ([email protected]) eigi síðar en 25. apríl næstkomandi.  

Lesa meira
 

Staðfest niðurröðun í landsdeildum, Borgunarbikarnum og Meistarakeppni KSÍ - 16.4.2014

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í eftirfarandi mótum: Pepsi-deild karla, Pepsi-deild kvenna, Borgunarbikar karla, Borgunarbikar kvenna, 1. deild karla, 2. deild karla, 3. deild karla og Meistarakeppni KSÍ.  Mikilvægt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast óþarfa misskilning.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - 8 liða úrslit hefjast á miðvikudaginn - 14.4.2014

Nú er ljóst hvaða félög mætast í 8 - liða úrslitum A deildar Lengjubikars karla.  Þrír leikir fara fram miðvikudaginn 16. apríl og einn leikur fimmtudaginn 17. apríl.  Undanúrslitin fara fram mánudaginn 21. apríl og úrslitaleikurinn fer fram 24. apríl. Lesa meira
 
ÍSÍ - Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Starfsskýrsluskil til ÍSÍ 15. apríl - 8.4.2014

Samkvæmt 8. grein laga ÍSÍ rennur frestur til að skila starfsskýrslum til ÍSÍ út 15. apríl næstkomandi.  Skýrslunum skal skila í gegnum Felix, skráningarkerfi ÍSÍ og UMFÍ.  Nánari upplýsingar veitir skrifstofa ÍSÍ. Lesa meira
 
Fífan

Aprílgabbið 2014 - Einungis leikið á gervigrasi í maí - 1.4.2014

Vegna ástands knattspyrnualla um land allt hefur stjórn KSÍ samþykkt sérákvæði við reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Í því felst að engir leikir í efstu deildum geti farið fram á völlum með náttúrulegu grasi í maímánuði 2014 og er sú ákvörðun tekin með langtímahagsmuni grasvalla landsins í huga.

Lesa meira
 



Mótamál








Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan