Örgryte sigraði í Iceland Express-mótinu
Sænska liðið Örgryte sigraði í Iceland Express mótinu, sem fram fór um liðna helgi í Egilshöll og Reykjaneshöll. Úrslitaleikur mótsins var milli Örgryte og bikarmeistara ÍA og höfðu Svíarnir betur, 3-1. Keflavík gjörsigraði Íslandsmeistara KR 6-0 í leik um þriðja sætið. Í liði Örgryte leika tveir Íslendingar, þeir Atli S. Þórarinsson og Jóhann B. Guðmundsson, og stóðu þeir sig báðir vel í leikjum liðsins. |