Stjarnan fagnaði bikarmeistaratitli eftir 4-0 sigur á Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna, sem fram fór á Laugardalsvellinum í dag. Harpa Þorsteinsdóttir gerði þrennu í leiknum Kristrún Kristjánsdóttir lagði upp tvö mörk.
Lesa meiraMiðasala á úrslitaleik Borgunarbikars kvenna er nú í fullum gangi og fer miðasalan fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Knattspyrnuáhugafólk er hvatt til þess að fá sér miða í tíma og einnig er minnt á að miðasala fer fram á Laugardalsvelli á leikdegi og hefst þá kl. 12:00 á hádegi.
Lesa meiraAfhending aðgöngumiða til A, E, D -passahafa KSÍ á leik Stjörnunnar og Inter fer fram í Stjörnuheimilinu klukkan 16:00 -17:00 í dag mánudag. Vinsamlega athugið að miðar verða ekki afhentir á öðrum tíma en þessum.
Lesa meiraKR-ingar fögnuðu í dag sínum 14. bikarmeistaratitli eftir sigur á Keflvíkingum í úrslitaleik Borgunarbikars karla, sem fram fór á Laugardalsvellinum að viðstöddum tæplega 4.700 áhorfendum. Sigurmarkið kom í uppbótartíma og var þar að verki Kjartan Henry Finnbogason.
Lesa meiraÁ laugardag kl. 16:00 fer fram úrslitaleikur Borgunarbikars karla á Laugardalsvelli, þar sem mætast KR og Keflavík. Miðasalan er þegar hafin á midi.is. Smellið hér að neðan til að skoða ýmsar upplýsingar um leikinn.
Lesa meiraMiðvikudaginn 20. ágúst kl. 21:00 fer fram sannkallaður stórleikur á Laugardalsvelli þegar mætast lið Stjörnunnar og lið Inter. Um er að ræða fyrri viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA. Miðasalan á midi.is hefst kl. 10:00 á föstudag.
Lesa meiraOpnað hefur verið fyrir miðasölu á úrslitaleik Borgunarbikars karla og fer miðasalan í gegnum vefinn midi.is. Í úrslitaleiknum, sem fram fer á Laugardalsvelli laugardaginn 16. ágúst kl. 16:00, mætast KR og Keflavík.
Lesa meiraStjörnumenn eru komnir í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli á útivelli gegn Lech Poznan í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppninnar. FH-ingar eru hins vegar úr leik þrátt fyrir fínan leik og 2-1 sigur gegn sænska liðinu Elfsborg í Kaplakrika.
Lesa meiraÍ síðustu viku fóru fram undanúrslitaleikir Borgunarbikars karla og voru það lið KR og Keflavíkur sem tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum, sem fram fer á Laugardalsvellinum laugardaginn 16. ágúst kl. 16:00 (bein útsending á Stöð 2 sport).
Lesa meiraSeinni leikir FH og Stjörnunnar í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA fara fram á fimmtudag. FH mætir sænska liðinu Elfsborg í Kaplakrika og hefst leikurinn kl. 18:30, en Stjarnan leikur í Póllandi gegn Lech Poznan og hefst sá leikur kl. 17:00 að íslenskum tíma.
Lesa meiraMótanefnd KSÍ hefur frestað tveimur leikjum í 14. umferð Pepsi-deildar karla sem fram áttu að fara á morgun, miðvikudaginn 6. ágúst. Leikjunum er frestað vegna þátttöku FH og Stjörnunnar í Evrópudeild UEFA
Lesa meirajanúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan