Valur Reykjavíkurmeistari mfl. kvenna
Valur tryggði sér sigur í Reykjavíkurmóti meistaraflokks kvenna á laugardag með stórsigri á KR. Valsstúlkur unnu leikinn með átta mörkum gegn engu og höfðu mikla yfirburði, eins og tölur leiksins gefa til kynna. Mótinu lýkur í kvöld, mánudagskvöld, með viðureign Fjölnis og HK/Víkings í Egilshöll. |