Garðar Örn dæmir í Króatíu
Garðar Örn Hinriksson verður dómari í 3. riðli EM U17 landsliða karla í Króatíu dagana 15. til 19. mars næstkomandi. Gunnar Sverrir Gunnarsson verður aðstoðardómari í leikjum Garðars, en þeir Garðar og Gunnar eru báðir nýir á milliríkjalista FIFA. Garðar Örn dæmir fyrst leik Ungverjalands og Króatíu í bænum Omis þann 15. mars og síðan leik Króatíu og Úkraínu í Imotski tveimur dögum síðar. Að lokum verður Garðar varadómari í leik Portúgal og Króatíu í Makarska þann 19. mars. Gunnar Sverrir verður aðstoðardómari í öllum þessum leikjum. |