Miðar á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA
Frá fimmtudeginum 31. mars til föstudagsins 15. apríl getur knattspyrnuáhugafólk sótt um miða á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA, sem fram fer á Atatürk leikvanginum í Istanbul í Tyrklandi miðvikudaginn 25. maí næstkomandi. Sótt er um miða á rafrænu umsóknareyðublaði sem verður að finna á vef UEFA frá og með morgundeginum. Athugið að hér er ekki um "fyrstir koma, fyrstir fá" fyrirkomulag að ræða, heldur fara allar umsóknir í pott og dregið verður úr þeim umsóknum sem berast. |