The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151231180804/http://www.ksi.is/mot/2008/03

Mótamál

Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Hver er besti knattspyrnumaður Íslands? - 28.3.2008

Þessa dagana stendur yfir kosning á heimasíðunni www.visir.is um 10 bestu knattspyrnumenn Íslands frá 1946 til 2008, en kosningin er samstarfsverkefni Stöð 2 Sport 2, KSÍ og visir.is. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Mikið fjör í Lengjubikarnum um helgina - 28.3.2008

Fjölmargir leikir fara fram í Lengjubikar karla og kvenna og má segja að félögin fari nú á fullt aftur eftir stutt hlé um páskana.  Keppni hefst nú um helgina í C deild karla en hægt er að fá upplýsingar um leiki helgarinnar með því að velja "Næstu leikir" hér til vinstri á síðunni. Lesa meira
 
Klara Bjartmarz

Klara eftirlitsmaður UEFA í Frakklandi - 28.3.2008

Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á fyrri undanúrslitaleik Lyon frá Frakklandi og Umeå frá Svíþjóð í Evrópukeppni kvenna.  Leikurinn fer fram á sunnudaginn en seinni viðureignin fer fram 6. apríl í Svíþjóð. Lesa meira
 
Magnús Þórisson

Magnús dæmdi í Hollandi - 26.3.2008

Magnús Þórisson, milliríkjadómari, dæmdi í kvöld leik Hollands og Eistlands í undakeppni EM hjá U21 karla.  Þeir Einar Sigurðsson og Áskell Þór Gíslason voru Magnúsi til aðstoðar og fjórði dómari var Garðar Örn Hinriksson. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ stofnað á þessum degi fyrir sextíu og einu ári - 26.3.2008

Í dag, miðvikudaginn 26. mars, er Knattspyrnusamband Íslands 61. árs.  Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ 26. mars 1947 og var Agnar Klemens Jónsson fyrsti formaður KSÍ.

Lesa meira
 
Úr leik FH og Keflavíkur frá 28. júlí 2007

Félögunum 24 veitt þátttökuleyfi - 19.3.2008

Leyfisráð samþykkti á fundi sínum í dag, miðvikudaginn 19. mars, þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla og í 1. deild karla til handa öllum umsækjendum, þ.e. þeim 24 félögum sem unnið höfðu sér rétt til að leika í deildinni 2008.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Línur farnar að skýrast í A-deild karla - 19.3.2008

Línur er nokkuð farnar að skýrast í A-deild Lengjubikars karla en tvo efstu lið hvers riðils komast áfram í fjórðungsúrslit.  Valur, Breiðablik, HK og KR hafa tryggt sér áframhaldandi þátttöku. Lesa meira
 
Ungir iðkendur streyma af vellinum fyrir leik í Landsbankadeildinni

Athugasemdafrestur til 20. mars - 18.3.2008

Forsvarsmenn félaga eru beðnir um að hafa í huga að athugasemdafrestur við niðurröðun leikja í mótum sumarsins er til fimmtudagsins 20. mars.  Mikilvægt er að allar athugasemdir komi í einu lagi frá hverju félagi. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Hvað er númerið hjá framkvæmdastjóranum? - 18.3.2008

Á heimasíðunni er hægt að leita upplýsinga um öll aðildarfélög innan KSÍ.  Mikilvægt er að þessar upplýsingar séu sem nákvæmastar og er þeim tilmælum beint til forsvarsmanna félaganna að fara yfir upplýsingar tengdar sínu félagi. Lesa meira
 
Valur

Valsmenn Íslandsmeistarar innanhúss 2008 - 12.3.2008

Valsmenn tryggðu sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu árið 2008 þegar þeir lögðu Víðismenn í úrslitaleik.  Lokatölur urðu 5-2 eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik, 2-2.  Leikurinn fór fram í Íþróttahúsinu á Álftanesi. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Úrslitaleikur Íslandsmótsins í innanhússknattspyrnu - 11.3.2008

Úrslitaleikur Íslandsmótsins í innanhússknattspyrnu karla fer fram á morgun en þá mætast Valur og Víðir.  Leikurinn fer fram í Íþróttahúsinu á Álftanesi og hefst kl. 18:15.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ afhendir Sepp Blatter forseta FIFA lax í upphafi fundar þeirra.

Fundað með Sepp Blatter - 10.3.2008

Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, hittu í dag Sepp Blatter forseta FIFA.  Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum FIFA í Zurich.  Blatter átti afmæli í dag og var færður lax frá Eðalfiski í afmælisgjöf. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Knattspyrnumót sumarsins 2008 - 10.3.2008

Knattspyrnumót sumarsins 2008 hafa verið birt hér á vefnum.  Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi fimmtudaginn 20. mars. Lesa meira
 
Magnús Þórisson

Magnús dæmir í Hollandi - 10.3.2008

Magnús Þórisson mun dæma leik Hollands og Eistlands í undankeppni EM 2009 hjá U21 landsliðum karla.  Magnúsi til aðstoðar verða þeir Einar Sigurðsson og Áskell Þór Gíslason og fjórði dómari verður Garðar Örn Hinriksson. Lesa meira
 
Frá landsdómararáðstefnu er haldin var 1. mars 2008

Dómarar funduðu um helgina - 4.3.2008

Síðastliðinn laugardag var haldin landsdómararáðstefna á vegum KSÍ en slíkar ráðstefnur eru haldnar þrisvar sinnum á ári.  Á fundinn mættu A, B og C dómarar og var farið yfir ýmis mál er snúa að dómurum. Lesa meira
 
Lukkudýr úrslitakeppni EM 2008 í Sviss og Austurríki

Ný heimasíða fyrir úrslitakeppni EM 2008 - 2.3.2008

Þann 1. mars var opnuð formlega ný heimasíða tileinkuð úrslitakeppni EM 2008 sem fer fram í Austurríki og Sviss.  Opnunarleikurinn fer fram 7. júní þegar að Sviss og Tékkland mætast í Basel. Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan