Mótshaldarar Polla- og Hnátumóta
Mótunum skal lokið eigi síðar en 17. júlí
Hér að neðan er yfirlit yfir mótshaldara í Polla- og Hnátumótum. Þessi mót eru fyrir 6. flokk karla og kvenna. Riðlakeppni skal verða lokið eigi síðar en 17. júlí. Ekkert er því til fyrirstöðu að leikið sé í júní.
Umsjónarfélög eru vinsamlegast beðin um að senda til KSÍ óskir um dagsetningar og upphafstíma viðkomandi móta. Starfsfólk mótamála mun í framhaldinu raða mótunum upp, birta á vef KSÍ og tilkynna viðkomandi félögum. Umsjónarfélög skulu tilkynna um leikdaga eigi síðar en mánudaginn 29. maí ([email protected]).