The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151230175055/http://www.ksi.is/mot/2007/10

Mótamál

Úr Landsbankadeild

Formannafundur 17. nóvember - 30.10.2007

KSÍ boðar til formannafundar laugardaginn 17. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli kl. 14.00-17.00.  Formenn allra aðildarfélaga KSÍ eru boðaðir til fundarins. Lesa meira
 
Álftamýrarskóli varð Grunnskólameistari stúlkna hjá 10. bekk

Grunnskólamóti KRR og Sýnar lokið - 25.10.2007

Grunnskólamóti K.R.R og Sýnar lauk nú um helgina en í mótinu fer keppni fram annars vegar milli 7. bekkjar drengja og stúlkna og hins vegar milli 10. bekkjar drengja og stúlkna. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Úrslit í Framhaldsskólamótinu um helgina - 25.10.2007

Um helgina fer fram í Boganum á Akureyri, úrslitakeppnin í Framhaldsskólamótinu.  Hefst úrslitakeppnin kl. 13:00, laugardaginn 27. október og er keppt til úrslita bæði hjá konum og körlum. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir eftirlitsmaður á Ibrox - 23.10.2007

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Rangers og Barcelona í Meistaradeild Evrópu.  Leikurinn verður leikinn á heimavelli Rangers, Ibrox, og hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofa KSÍ lokar kl. 11:00 á þriðjudaginn - 22.10.2007

Vegna námsskeiðahalds starfsfólks skrifstofu KSÍ verður skrifstofa KSÍ lokuð, þriðjudaginn 23. október, frá kl. 11:00.  Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 24. október kl. 13:00. Lesa meira
 
Málverkið eftir Viðar Guðmundsson sem Penninn færði KSÍ að gjöf í tilefni af 60 ára afmæli KSÍ

Penninn færði KSÍ málverk eftir Viðar Guðmundsson - 22.10.2007

Á dögunum færði verslunarfyrirtækið Penninn Knattspyrnusambandi Íslands málverk að gjöf í tilefni 60 ára afmæli sambandsins.  Málverkið, eftir Viðar Guðmundsson, er með myndum af 88 landsleikjahæstu leikmönnum A-landsliðs karla. Lesa meira
 
Formenn liðanna í Landsbankadeild karla gáfu KSÍ málverk að gjöf í tilefni af 60 ára afmæli Knattspyrnusambands Íslands

KSÍ fær málverk að gjöf - 20.10.2007

Formenn félaganna í Landsbankadeild karla komu færandi hendi í gær og færðu Knattspyrnusambandi Íslands málverk að gjöf í tilefni af 60 ára afmæli Knattspyrnusambandsins. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hólmfríður og Helgi valin best - 20.10.2007

Lokahóf knattspyrnufólks fór fram á Broadway í gærkvöldi.  Viðurkenningar voru veittar til þeirra er þóttu skara fram úr og voru þau Hólmfríður Magnúsdóttir úr KR og Helgi Sigurðsson úr Val valin best leikmanna í Landsbankadeildinni á tímabilinu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lokahóf knattspyrnumanna í kvöld - 19.10.2007

Lokahóf knattspyrnumanna fer fram á Broadway í kvöld, föstudaginn 19. október. Að loknu borðhaldi verða veittar viðurkenningar, sýningin “George Michael í 25 ár” og hljómsveitin Eurobandið leikur síðan fyrir dansi. Lesa meira
 
Úr leik ÍR og Árborgar í bikarkeppni KSÍ árið 2006

Lið ársins í 1. og 2. deild karla - 19.10.2007

Vefsíðan fotbolti.net stóð í gær fyrir verðlaunaafhendingu þar sem þeir voru heiðraðir er valdir voru í lið ársins í 1. og 2. deild karla.  Þetta er fimmta árið sem fótbolti.net stendur fyrir þessu vali. Lesa meira
 
UEFA

Dómarar að störfum víða - 19.10.2007

Garðar Örn Hinriksson og Magnús Þórisson eru báðir að störfum um þessar mundir og dæma þeir í riðlakeppnum EM hjá yngri landsliðum.  Garðar Örn er staddur á Spáni þar sem hann dæmir hjá U19 karla og Magnús dæmir hjá U17 karla í Eistlandi. Lesa meira
 
fotboltineti

Fótbolti.net velur lið ársins í 1. og 2. deild - 18.10.2007

Vefsíðan fotbolti.net mun í ár, eins og undanfarin ár, velja lið ársins í 1. og 2. deild karla.  Liðin verða tilkynnt við verðlaunaafhendingu í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur töpuðu gegn Everton - 16.10.2007

Valsstúlkur töpuðu í dag gegn enska liðinu Everton með þremur mörkum gegn einu.  Valsstúlkur áttu  þó enn möguleika á að komast áfram en þar sem Rapide frá Belgíu náði jafntefli gegn Frankfurt, sitja Valsstúlkur eftir.Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir í Belgíu - 16.10.2007

Jóhannes Valgeirsson dæmir leik Belgíu og Armeníu í undankeppni EM á morgun en leikurinn er leikinn í Brussel.  Jóhannesi til aðstoðar verða þeir Einar Sigurðsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson.  Fjórði dómari verður Kristinn Jakobsson. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valur mætir Everton í dag - 16.10.2007

Valur mætir Everton í dag í lokaumferð milliriðla Evrópukeppni kvenna.  Mikið er í húfi í þessum leik, sæti í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar.  Mikil spenna er fyrir þessa lokaumferð en sigur, eða jafnvel jafntefli, getur tryggt Valsstúlkum áfram. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Öruggur sigur hjá Valsstúlkum - 13.10.2007

Valsstúlkur unnu belgísku meistarana í Rapide Wezemaal í öðrum leik þeirra í milliriðli Evrópukeppni kvenna.  Leiknum lauk með sigri Vals með fjórum mörkum gegn engu eftir að staðan í hálfleik hafði verið markalaus. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Herslumuninn vantaði hjá Valsstelpum - 12.10.2007

Valsstelpur byrjuðu milliriðil sinn í Evrópukeppni kvenna í gær þegar þær mættu Þýskalandsmeisturum Frankfurt.  Lokatölur urðu 3-1 þýska liðinu í vil eftir að Valur hafði leitt í hálfleik, 0-1.  Frankfurt skoraði þrjú mörk á síðustu 10 mínútunum. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur mæta Frankfurt í dag - 11.10.2007

Valsstúlkur hefja leik í dag í milliriðlum Evrópukeppni kvenna þegar þær mæta Þýskalandsmeisturum Frankfurt.  Önnur lið í riðlinum eru Everton og gestgjafarnir Rapied Wezemaal frá Belgíu. Lesa meira
 
Úr leik ÍR og Árborgar í bikarkeppni KSÍ árið 2006

Varðandi félagaskipti leikmanna í meistaraflokki - 8.10.2007

Vakin er athygli á því að samkvæmt reglugerð um félagaskipti, samninga, stöðu leikmanna og félaga þá fá leikmenn meistaraflokks leikheimild með nýju félagi 20. febrúar. Lesa meira
 
Breidholtsskoli

Knattspyrnumót grunnskólanna - 7. og 10. bekkur - 8.10.2007

Drög að knattspyrnumóti grunnskólanna hafa verið birt á heimasíðu KSÍ.  Er hér um að ræða mót fyrir sjöundu og tíundu bekki drengja og stúlkna.  Athugasemdum við niðurröðun skal skilað inn fyrir miðvikudaginn 10. október. Lesa meira
 
FH fögnuðu sigri í VISA bikar karla árið 2007

FH VISA-bikarmeistari karla 2007 - 6.10.2007

FH varð í dag VISA bikarmeistari karla eftir sigur á Fjölni í úrslitaleik.  Lokatölur urðu 2-1 og þurfti framlengingu til þess að knýja fram úrslit.  Staðan í hálfleik var 1-0 FH í vil.  Þetta er í fyrsta skiptið sem FH verður bikarmeistari karla í knattspyrnu. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Grundarfjörður og Höfrungur hófu VISA bikarkeppnina - 5.10.2007

FH og Fjölnir mætast í úrslitaleik VISA-bikars karla á laugardaginn og markar leikurinn lok VISA-bikarkeppni karla í ár.  Það voru Grundarfjörður og Höfrungur frá Þingeyri er hófu keppnina í ár og þurfti vítaspyrnukeppni til þess að knýja fram úrslit. Lesa meira
 
Egill Már Markússon

Egill Már dæmir sinn síðasta leik - 5.10.2007

Dómari á úrslitaleik VISA-bikars karla að þessu sinni verður Egill Már Markússon en þetta verður síðasti leikur Egils á löngum og farsælum ferili sem dómari.  Egill byrjaði að dæma í efstu deild árið 1988 og er því að ljúka 20. tímabili sínu þar. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Lokahóf knattspyrnumanna föstudaginn 19. október - 3.10.2007

Lokahóf knattspyrnumanna fer fram á Broadway föstudaginn 19. október næstkomandi. Að loknu borðhaldi verða veittar viðurkenningar, sýningin “George Michael í 25 ár” og hljómsveitin Eurobandið leikur síðan fyrir dansi. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Úrslitaleikur VISA-bikars karla á laugardag - 3.10.2007

Úrslitaleikur í VISA bikar karla fer fram laugardaginn 6. október og hefst kl. 14:00 á Laugardalsvelli.  FH og Fjölnir leika til úrslita og er ljóst að nýtt nafn verður skráð á bikarinn því hvorugt félagið hefur unnið bikarinn áður. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Frakklandi - 3.10.2007

Kristinn Jakobsson dæmir leik Rennes og Lokomotiv Sofia í UEFA bikarnum en leikurinn fer fram á morgun.  Honum til aðstoðar verða Gunnar Gylfason og Sigurður Óli Þorleifsson og fjórði dómari verður Jóhannes Valgeirsson. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir eftirlitsmaður UEFA í Bremen - 3.10.2007

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Werder Bremen frá Þýskalandi og Olympiakos frá Grikklandi sem fram fer í dag.  Leikurinn er í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og fer fram á Weser Stadion í Brimarborg. Lesa meira
 
Jónas Grani Garðarsson úr Fram var valinn leikmaður umferða 13-18 í Landsbankadeild karla

Jónas Grani valinn leikmaður umferða 13 - 18 - 2.10.2007

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 13 - 18 í Landsbankadeild karla og fór athöfnin fram í höfðustöðvum KSÍ.  Jónas Grani Garðarsson var valinn leikmaður umferðanna. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Veittar viðurkenningar fyrir lokaþriðjunginn - 2.10.2007

Í dag, þriðjudaginn 2. október kl. 12:00, verður síðasti þriðjungur Landsbankadeildar karla gerður upp, þegar veittar verða viðurkenningar fyrir umferðir 13-18 í höfuðstöðvum KSÍ. Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan