
Reykjavíkurmótið hefst í kvöld
Leikið hjá körlum og konum í Egilshöll
Reykjavíkurmótið hefur göngu sína í kvöld, fimmtudaginn 10. janúar, og eru tveir leikir á dagskrá í Egilshöllinni. Valur og ÍR mætast kl. 19:00 í A riðli meistaraflokks karla og þar á eftir, eða kl. 21:00, leika Fjölnir og HK/Víkingur hjá meistaraflokki kvenna.
Hjá konunum leika sjö lið einfalda umferð og sendur efsta liðið uppi sem sigurvegari. Hjá körlunum eru tveir riðlar og komast tvö efstu liðin áfram í undanúrslit og leika sigurvegararnir þar til úrslita mánudaginn 11. febrúar.