The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151230021946/http://www.ksi.is/mot/2013/10

Mótamál

Sigurður Ragnar ráðinn sem þjálfari ÍBV - 19.10.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson skrifaði undir samning við ÍBV í dag um að þjálfa karlalið félagsins næstu 3 ár. Sigurður Ragnar hefur gegnt starfi fræðslustjóra KSÍ undanfarin ár sem og gegndi hann stöðu landsliðsþjálfara kvenna. Hann mun láta af störfum hjá KSÍ á næstunni til að einbeita sér að störfum sínum sem þjálfari ÍBV.

Lesa meira
 

Við blásum til sóknar! - Facebook leikur með glæsilegum verðlaunum - 17.10.2013

Okkur langar að að fá fleiri skemmtilega vini á Facebook og ætlum því að setja af stað Facebook-leik þar sem verðlaunin eru ekki af verri endanum. Við viljum ná 10.000 vinum fyrir umspilsleikina sem eru í nóvember og viljum við fá hjálp ykkar.

Lesa meira
 
Futsal - Magnýs Sverrir skorar beint úr aukaspyrnu

Drög að niðurröðun í Futsal 2014 - 16.10.2013

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út drög að niðurröðun í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu hjá meistaraflokki karla og er hægt að finna þau hér á síðunni. Þá hefur verið ákveðið að framlengja umsóknarfrest hjá yngri flokkum og meistaraflokki kvenna til 27. október.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Sektir vegna leikja 2013 - 15.10.2013

Mótanefnd KSÍ hefur tekið saman sektir vegna leikja á keppnistímabilinu 2013 samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Þessar sektir eru tilkomnar vegna þess ef lið hafa hætt þátttöku, ef lið hafa ekki mætt til leiks og vegna vanrækslu á skilum á leikskýrslum. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Þór/KA mætir Zorky í dag - 9.10.2013

Stelpurnar í Þór/KA mæta rússneska liðinu Zorky í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna. Leikið verður á Þórsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00. Seinni leikurinn fer svo fram ytra eftir rétta viku. Lesa meira
 
Bestu leikmenn í Pepsi-deildunum 2013

Harpa og Björn Daníel valin best í Pepsi-deildunum - 3.10.2013

Afhending verðlauna fyrir nýliðið keppnistímabil 2013 fór fram í höfuðstöðvum KSÍ í kvöld. Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni var valin besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna og Björn Daníel Sverrisson úr FH var valinn bestur í Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 
Árbæjarskóli 10. bekkur stúlkna

Úrslitin í Grunnskólamóti KRR og Stöðvar 2 Sports - 3.10.2013

Grunnskólamót KRR fór fram á dögunum en þar keppa 7. og 10. bekkir grunnskóla Reykjavíkur í knattspyrnu.  Mótið fór fram í Egilshöll að venju og var Árbæjarskóli sigursæll, sigraði í 10. bekk drengja og stúlkna og varð í öðru sæti hjá 7. bekk stúlkna.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

1.057 áhorfendur mættu að meðaltali á leikina í Pepsi-deild karla - 1.10.2013

Alls mættu 139.576 áhorfendur á leikina 132 í Pepsi-deild karla á nýliðnu keppnistímabili sem gerir 1.057 áhorfendur að meðaltali á hvern leik. Þetta eru fleiri en mættu á leiki árið 2012 en þá voru 1.034 áhorfendur að meðaltali á leikjum Pepsi-deildar.

Lesa meira
 
JGK_2129

Íslandsmót í knattspyrnu innanhúss 2014 - Futsal - 1.10.2013

Meðfylgjandi er þátttökutilkynning fyrir Íslandsmótin innanhúss 2014. Frestur til að tilkynna þátttöku er til föstudagsins 11. október.  Mótafyrirkomulag er er sama hætti í meistaraflokki en nokkrar breytingar eru hjá yngri flokkunum.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan