The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151230022344/http://www.ksi.is/mot/2007/01

Mótamál

Innanhússknattspyrna

Úrslitakeppnir yngri flokka innanhúss 2007 - 30.1.2007

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið leikstaði fyrir úrslitakeppnir yngri flokka í innanhússmótum.  Smellið hér að neðan til að sjá yfirlit yfir leikstaðina.  Leikið verður dagana 17. og 18. febrúar.

Lesa meira
 
Dómari lætur knöttinn falla

Unglingadómaranámskeið hefst 9. febrúar - 29.1.2007

Unglingadómaranámskeið verður haldið í febrúar.  Þátttakendur sækja námsefni á vef KSÍ, en námskeiðinu lýkur með prófi 3. mars.  Konur eru sérstaklega hvattar til að taka þátt.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

KSÍ leitar að efnilegum dómurum - 26.1.2007

Dómaranefnd KSÍ leitar að efnilegum og áhugasömum dómurum/aðstoðardómurum til starfa í dómgæslu á vegum KSÍ.  Einnig er leitað að eldri dómurum sem dæmt hafa lengi og gætu komið inn í dómgæslu í neðri deildum. Lesa meira
 
Eggert Magnússon, formaður KSÍ

Eggert náði ekki endurkjöri í framkvæmdarstjórn UEFA - 26.1.2007

Eggert Magnússon, formaður KSÍ, var í endurkjöri til framkvæmdarstjórnar UEFA en kosið var í dag.  Eggert náði ekki endurkjöri, hafnaði áttunda sæti af þrettán frambjóðendum með 23 atkvæði  en sex efstu náðu kjöri.  Lesa meira
 
Eggert Magnússon og Michel Platini á Laugardalsvelli 2003

Michel Platini nýr forseti UEFA - 26.1.2007

Frakkinn Michel Platini var í dag kjörinn forseti UEFA (Knattspyrnusambands Evrópu) en kosningar fóru fram í morgun.  Hlaut Platini 27 atkvæði en Lennart Johansson, sem gegnt hefur forsetaembættinu síðan 1990, hlaut 23 atkvæði.  Tvö atkvæði voru ógild.

Lesa meira
 
UEFA

31. ársþing UEFA hefst í dag - 25.1.2007

Í dag hófst 31. ársþing UEFA og fer það fram í Dusseldorf í Þýskalandi.  Á morgun, föstudag, er kosið á milli tveggja frambjóðenda til forseta sem og kosið er í framkvæmdarstjórn UEFA.  Eggert Magnússon, formaður KSÍ, er í framboði til endurkjörs í framkvæmdarstjórn. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Faxaflóamót mfl. kvenna hefst í kvöld - 25.1.2007

Faxaflóamót meistaraflokks kvenna hefst í kvöld þegar að HK/Víkingur og Stjarnan mætast í Fífunni kl. 20:00.  Mótið heldur svo áfram á laugardaginn þegar að tveir leikir fara fram. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Samningur við dómara í höfn - 24.1.2007

Í gærkvöldi náðust samningar á milli deildardómara og KSÍ og var samningurinn undirritaður á skrifstofu KSÍ í gær.  Samningurinn  er til þriggja ára og gildir því keppnistímabilin 2007 til 2009. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólag á símkerfi - 23.1.2007

Truflun er á símasambandi og er erfitt að ná sambandi við skrifstofur KSÍ símleiðis.  Vonandi kemst símasamband í eðlilegt horf sem fyrst en hægt er að ná í starfsfólk KSÍ í GSM númer þeirra sem hægt er að sjá hér. Lesa meira
 
Pálmi Rafn Pálmason hampar fyrsta Futsalbikarnum á Íslandi

Valsmenn Futsalmeistarar - 22.1.2007

Valsmenn tryggðu sér í gær sigur í Kynningarmótinu í Futsal með sigri á Fylki með níu mörkum gegn fjórum.  Ein umferð er eftir af mótinu en Valsmenn hafa unnið alla sína leiki og hafa því tryggt sér sigur.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmótið hefst í kvöld - 18.1.2007

Reykjavíkurmót KRR í knattspyrnu hefst í kvöld og eru það Fylkir og Valur er hefja leik í kvennaflokki.  Leikurinn hefst kl. 21:00 og fer fram í Egilshöll eins og allir aðrir leikir í mótinu.  Karlarnir hefja leik á laugardaginn með leik Fylkis og Leiknis. Frítt er inn á alla leiki riðlakeppni karla og kvenna. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Þátttökutilkynning í Faxaflóamót yngri flokka - 17.1.2007

Hér að neðan má finna þátttökutilkynningu fyrir Faxaflóamót yngri flokka 2007.  Vinsamlegast skilið eigi síðar en miðvikudaginn 24. janúar.  Athugið að aðeins ein þátttökutilkynning á að berast frá hverju félagi fyrir alla flokka. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ greiðir rúmar 16 milljónir til aðildarfélaga - 15.1.2007

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað á fundi sínum 13. janúar síðastliðinn að greiða  rúmar 16 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ, sem gjaldfærist á starfsárið 2006.  Þetta er sjötta árið í röð sem aðildarfélög KSÍ njóta slíks framlags. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Tillaga um 10 lið í Landsbankadeild kvenna 2008 - 15.1.2007

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 13. janúar sl. að leggja fyrir komandi ársþing að tíu lið verði í Landsbankadeild kvenna árið 2008. Áður hefur komið fram að stjórnin muni leggja til að níu lið leiki í Landsbankadeild kvenna árið 2007 og að ÍR taki níunda sætið. Lesa meira
 
Gylfi_Orrason_Breidablik_HK

Samkomulag gert við deildadómara - 12.1.2007

Framkvæmdarstjóri KSÍ hitti samninganefnd félags deildadómara á fundi í hádeginu í dag.  Náðu aðilar samkomulagi um nýjan þriggja ára samning fyrir deildadómara sem gildir frá 2007-2009.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Norðurlandsmót Powerade 2007 - 12.1.2007

Norðurlandsmót Powerade hefst laugardaginn 13. janúar með tveimur leikjum.  Þetta er í fimmta skiptið sem þetta mót fer fram og hefur það skipað sér fastan sess í undirbúningi félaganna á Norðurlandi. Lesa meira
 
Frá leik KS/Leifturs og Selfoss í 2. deild karla 2006

Þátttaka í knattspyrnumótum 2007 - 11.1.2007

Félög eru minnt á að skila inn þátttökutilkynningum í knattspyrnumót 2007 fyrir 20. janúar næstkomandi.  Mikilvægt er að félög virði þessa dagsetningu svo að vinna við niðurröðun geti hafist sem fyrst. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Stjórn KSÍ fundar á Upton Park - 8.1.2007

Næsti fundur stjórnar KSÍ verður nk. laugardag á Upton Park í tengslum við leik West Ham og Fulham. Að gefnu tilefni skal tekið fram að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri greiða að sjálfsögðu sinn ferðakostnað.

Lesa meira
 
Frá pæjumótinu á Siglufirði 2006

Faxaflóamót meistaraflokks kvenna 2007 - 5.1.2007

Drög að leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti meistaraflokks kvenna liggja nú fyrir og má sjá hér á síðunni.  Félög hafa til og með mánudeginum 15. janúar til þess að skila inn athugasemdum.

Lesa meira
 
Úr leik ÍR og Árborgar í bikarkeppni KSÍ árið 2006

Tillaga um fjölgun í Landsbankadeild karla og 2. deild karla árið 2008 - 5.1.2007

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 27. desember sl. að leggja fram tillögu á ársþingi KSÍ um fjölgun í Landsbankadeild karla og 2. deild karla úr 10 liðum í 12.  Þá ákvað stjórn KSÍ að leggja til við ársþingið að 9 lið taki þátt í Landsbankadeild kvenna á þessu ári og að lið ÍR taki aukasætið. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikið um helgina í Íslandsmótinu innanhúss hjá yngri flokkum - 4.1.2007

Um helgina fara fram fjölmargir leikir í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu hjá yngri flokkum.  Leikið er í íþróttahúsum víða um landið og eru félög beðin um að kynna sér leikjaskipulagið hér á heimasíðunni. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót yngri flokka 2007 - 3.1.2007

Mótið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár og yngstu flokkarnir (6. og 7. flokkur) leika árgangaskipt í hraðmótum í Egilshöll í maí.  Lokafrestur til að skila inn þátttökutilkynningu er fimmtudagurinn 11. janúar.

Lesa meira
 
jolmot2006

Vel heppnað Jólamót KRR - 3.1.2007

Á fjórða þúsund leikmenn tóku þátt í vel lukkuðu Jólamóti Knattspyrnuráðs Reykjavíkur (KRR), sem fram fór í Egilshöll í desember.  Samanlagt fóru fram 555 leikir.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan