The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151227161317/http://www.ksi.is/

ksi.is

Gylfi Þór og Sara Björk knattspyrnufólk ársins 2015

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2015. Þetta er í 12. sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og eru það fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem velja. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum.

Lesa meira
 

Alltaf í boltanum


ksi.is

23.12.2015 Landslið : Aron Einar, Gylfi Þór og Sara Björk meðal tilefndra sem íþróttamaður ársins 2015

Samtök íþróttafréttamanna hafa tilnefnt 10 íþróttamenn í kjörinu um íþróttamann ársins 2015. Fótboltinn á fulltrúa á listanum en meðal tilnefndra eru Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir. Þá er karlalandsliðið tilnefnt sem lið ársins og Heimir Hallgrímsson er tilnefndur sem þjálfari ársins.

Lesa meira
 

22.12.2015 Mótamál : Gleðilega hátíð - Kveðja frá KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands sendir landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Vonum að allir hafi það sem allra best um hátíðirnar og njóti samveru með sínum nánustu. GLEÐILEG JÓL!

Lesa meira
 

21.12.2015 Landslið : Herragarðurinn klæðir A landslið karla á EM 2016 í Frakklandi

KSÍ og Herragarðurinn hafa gert með sér samkomulag  vegna þátttöku A landsliðs karla í úrslitakeppni EM 2016.  Samkvæmt samkomulaginu mun Herragarðurinn útvega leikmönnum og starfsmönnum A landsliðs karla jakkaföt sem þeir sem munu klæðast fyrir leiki í keppninni og við sérstök tækifæri.

Lesa meira
 

21.12.2015 Landslið : Úrtaksæfingar U17 og U19 karla

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U19 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar þjálfara U19 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

18.12.2015 Landslið : U17 kvenna - Ísland leikur tvo leiki við Skotland í febrúar

Knattspyrnusambönd Íslands og Skotlands hafa komist að samkomulagi um að U17 kvennalandslið þjóðanna spili æfingaleiki á Íslandi í byrjun febrúar 2016.

Lesa meira
 

18.12.2015 Landslið : Úrtakshópar vegna U17 kvenna

Freyr Alexandersson hefur valið tvo úrtakshópa U17 kvenna til æfinga 8. – 10. janúar 2016. Í viðhenginu eru nöfn leikmanna og dagskrá helgarinnar. Vinsamlegast komið þessum upplýsingum til ykkar leikmanna.

Lesa meira
 

16.12.2015 Mótamál : Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2016

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2016 hefur verið birt á vef KSÍ undir mót 2016. Best er að skoða leiki ykkar á vef KSÍ undir "mótamál" á forsíðunni og velja svo leiki félaga, eða fylgja neðangreindum tengli:

Lesa meira
 

8.12.2015 Ársþing : 70. ársþing KSÍ haldið í Reykjavík 13. febrúar 2016

70. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica laugardaginn 13. febrúar 2016.  Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 13. janúar nk.

Lesa meira
 










Pistlar

Geir Þorsteinsson

Íslensk knattspyrna er á vegferð sem mun halda áfram

Íslensk knattspyrna er á vegferð sem mun halda áfram.  Um það er ég sannfærður.  Landslið okkar af báðum kynjum og í öllum aldursflokkum halda áfram að ná eftirtektarverðum árangri.  Félagsliðin halda áfram að ná eftirtektarverðum árangri í Evrópukeppni.  Það góða og mikla starf sem unnið hefur verið í aðildarfélögum KSÍ, vöxtur þjálfaramenntunar í yngri flokkum, og sú uppbygging sem hefur átt sér stað á knattspyrnumannvirkjum með stuðningi sveitarfélaga, á stóran þátt í þessum árangri.  Allur pistillinn
 

Skráning úrslita

Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan.

Leiðbeiningar




Útlit síðu: