The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151231184202/http://www.ksi.is:80/mot

Mótamál

Gleðilega hátíð - Kveðja frá KSÍ - 22.12.2015

Knattspyrnusamband Íslands sendir landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Vonum að allir hafi það sem allra best um hátíðirnar og njóti samveru með sínum nánustu. GLEÐILEG JÓL!

Lesa meira
 

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2016 - 16.12.2015

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2016 hefur verið birt á vef KSÍ undir mót 2016. Best er að skoða leiki ykkar á vef KSÍ undir "mótamál" á forsíðunni og velja svo leiki félaga, eða fylgja neðangreindum tengli:

Lesa meira
 

Haukur Hinriksson ráðinn til starfa á skrifstofu KSÍ - 2.12.2015

Haukur Hinriksson lögfræðingur hefur verið ráðinn til starfa á skrifstofu KSÍ frá og með 1. janúar næstkomandi.  Haukur mun sinna almennri þjónustu við aðildarfélög KSÍ, sinna verkefnum tengdum leikmannasamningum og félagaskiptum, milliliðum, aga- og úrskurðarmálum, og vinna að leyfiskerfi KSÍ. Lesa meira
 

Minningarleikur um Hlyn Þór Sigurðsson - 2.12.2015

ÍR og Leiknir úr Reykjavík mætast miðvikudaginn 2. desember, í árlegum minningarleik um Hlyn Þór Sigurðsson í EGILSHÖLL klukkan 18:30. Leikið verður að þessu sinni í Egilshöll þar sem vallaraðstæður og veðurfar hafa ekki verið upp á sitt besta undanfarið.

Lesa meira
 

Fjármagn frá UEFA og KSÍ til íslenskra félagsliða (uppfært) - 30.11.2015

UEFA hefur ákveðið að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeildinni 2014/2015 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.  Stjórn KSÍ hefur samþykkt að leggja til um 38 milljónir króna til viðbótar til barna-og unglingastarfs sem skiptist á milli aðildarfélaga í öðrum deildum og utan deilda.  

Lesa meira
 

Uppfærðir afreksstuðlar leikmanna 2015 - 27.11.2015

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ. Mikilvægt er að forráðamenn félaga fari vandlega yfir stuðla leikmanna sinna.

Lesa meira
 

Vel sóttur fundur formanna og framkvæmdastjóra - 21.11.2015

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ fór fram í höfuðstöðvum KSÍ á laugardag.  Fundinn sóttu um 70 fulltrúar félaga víðs vegar af landinu og hlýddu á erindi um knattspyrnumótin 2015 og 2016, um dómaramál, agamál, leyfiskerfi og félagaskiptamál.  Í lok fundar var svo dregið í töfluröð í efri deildum Íslandsmótsins 2016.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Íslandsmeistarar FH fara í Laugardalinn í 1. umferð Pepsi-deildar karla - 21.11.2015

Á formanna- og framkvæmdastjórafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ í dag var dregið í töfluröð í Pepsi-deild kvenna og karla og 1. og 2. deild karla.  Íslandsmeistarar Breiðabliks í kvennaflokki mæta KR á heimavelli í fyrstu umferð en í Íslandsmeistarar FH fara í Laugardalinn og mæta þar nýliðum Þróttar í fyrstu umferðinni hjá körlunum.

Lesa meira
 

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga 21. nóvember - 14.11.2015

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ fer fram laugardaginn 21. nóvember næstkomandi kl. 12:00-15:00 í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli (3. hæð).  Til fundarins eru boðaðir formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga KSÍ. Lesa meira
 

Drög að Íslandsmóti meistaraflokka í Futsal - 30.10.2015

Drög hafa verið gefin út af mótanefnd KSÍ fyrir Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu 2016 – Futsal og má finna mótið á vef KSÍ.  Félög hafa frest til miðvikudagsins 4. nóvember til þess að koma með athugasemdir við þessi drög.  Vakin er athygli á því að laus sæti eru í keppni meistaraflokks kvenna og hægt er að bæta við einu félagi í meistaraflokki karla.

Lesa meira
 

Unglingadeild UEFA - Stjarnan úr leik þrátt fyrir sigur - 21.10.2015

Stjarnan er úr leik í Unglingadeild UEFA en liðið vann samt leik sinn gegn Elfsborg í kvöld 1-0. Fyrri leikurinn fór 2-0 fyrir sænska liðinu Elfsborg sem kemst því áfram 2-1.

Lesa meira
 

Hefur þú brennandi áhuga á knattspyrnu? - 20.10.2015

KSÍ óskar eftir að ráða starfsmann á skrifstofu sambandsins.  Meginverkefni er þjónusta við aðildarfélög KSÍ og starfsemi tengd leyfiskerfi KSÍ, samningum leikmanna, félagaskiptum, störfum milliliða, uppfærslu á reglugerðum sambandsins og ýmsum tilfallandi verkefnum.  Leitað er að einstaklingi með lögfræðimenntun. 

Lesa meira
 
UEFA youth league logo

Seinni leikur Stjörnunnar og Elfsborg í Unglingadeild UEFA í kvöld, kl. 18:00 - 20.10.2015

Stjarnan mætir Elfsborg í Unglingadeild UEFA á miðvikudag, en í þeirri deild leika U19 lið karla.  Þetta er seinni leikur liðanna, en þeim fyrri, sem fram fór í Borås í Svíþjóð, lauk með tveggja marka sigri Svíanna.  Leikurinn á miðvikudag fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ og hefst kl. 18:00.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan úr leik eftir tap í Rússlandi - 15.10.2015

Stjarnan er úr leik í 32-liða úrslitunum í Meistaradeild kvenna eftir 3-1 tap gegn Zvezda 2005 í Rússlandi. Stjarnan tapaði fyrri leiknum á Samsung-vellinum 1-3 og svo aftur 3-1 í dag.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan mætir Zvezda 2005 í dag, fimmtudag - 15.10.2015

Kvennalið Stjörnunnar leikur seinni leik sinn við rússneska liðið Zvezda 2005 í Meistaradeild Evrópu í dag, fimmtudag. Fyrri leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ þar sem Zvezda 2005 hafði betur 1-3.

Lesa meira
 

Skrifstofa KSÍ er lokuð mánudag og þriðjudag - 12.10.2015

Skrifstofa KSÍ er lokuð á mánudag og þriðjudag og opnar aftur á miðvikudagsmorgun.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan tapaði á heimavelli - 8.10.2015

Stjarnan tapaði 1-3 gegn rússneska liðinu WFC Zvezda 2005 í fyrri leik liðanna í Meistaradeild Evrópu kvenna. Rússarnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust yfir á 5. mínútu leiksins. Staðan var orðin 0-2 á 13. mínútu og útlitið ekki gott.

Lesa meira
 

Sigurvegarar sumarsins - 6.10.2015

Það eru ansi margir Íslands- og bikarmeistarar krýndir á hverju tímabili. Það er keppt í mörgum flokkum allt frá 6. flokki upp í eldri flokk með leikmönnum 50 ára og eldri.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Stjarnan - WFC Zvezda 2005 í Meistaradeild kvenna í kvöld - 6.10.2015

Stjarnan mætir rússneska liðinu WFC Zvezda 2005 í tveimur leikjum í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna og er fyrri leikurinn á Samsung-vellinum í Garðabæ á miðvikudag kl. 19:00.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sport TV. Lesa meira
 

1.107 áhorfendur að meðaltali á leiki Pepsi-deildar karla - 3.10.2015

Alls mættu 146.138 áhorfendur á leiki Pepsi-deildar karla á keppnistímabilinu sem lauk í dag.  Þetta gera 1.107 áhorfendur að meðaltali á hvern leik en flestir mættu á leik FH og Breiðabliks í umferð, 2.843 talsins.  Það var líka heimavöllur nýkrýndra Íslandsmeistara, Kaplakrikavöllur, sem var með bestu meðaltalsaðsóknina, 1.925 áhorfendur.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan