The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151231023357/http://www.ksi.is/mot/2014/11

Mótamál

Íslandsmeistararnir mæta nýliðum í 1. umferð Pepsi-deildanna - 22.11.2014

Á formanna- og framkvæmdastjórafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ í dag var dregið í töfluröð í Pepsi-deild kvenna og karla og 1. og 2. deild karla.  Íslandsmeistarar Stjörnunnar í kvennaflokki mæta nýliðum KR á heimavelli  í fyrstu umferð en strákarnir í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar fara upp á Skaga og mæta þar nýliðum ÍA í fyrst umferðinni. 

Lesa meira
 

Formanna- og framkvæmdastjórafundur 22. nóvember 2014 - 19.11.2014

KSÍ boðar til fundar formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga laugardaginn 22. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli kl. 12 - 15.00.  Kl. 14.15 verður dregið í töfluröð í Pepsi-deild, 1. og 2. deild karla og Pepsi-deild kvenna á sama stað. Lesa meira
 

Uppfærðir afreksstuðlar leikmanna 2014 - 12.11.2014

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ.  Mikilvægt er að forráðamenn félaga fari vandlega yfir stuðla leikmanna sinna. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Þátttökutilkynning í Lengjubikarinn 2015 - 7.11.2014

Þátttökutilkynning fyrir Lengjubikarinn 2015 hefur verið send til félaganna. Tilkynna ber þátttöku í síðasta lagi fimmtudaginn 20. nóvember.  Öll félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2014 og hyggja á keppni á Íslandsmótinu 2015 hafa heimild til að senda lið til keppni. Lesa meira
 




java.io.IOException: Server returned HTTP response code: 503 for URL: http://www2.ksi.is/asp/listar/fellival.asp java.io.IOException: Server returned HTTP response code: 503 for URL: http://www2.ksi.is/asp/listar/fellival.asp

Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan