The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20150108214003/http://www.ksi.is/fraedsla/2005/11

Fræðsla

Norðurlönd

Gögn frá norrænni grasrótarráðstefnu - 28.11.2005

Norræn ráðstefna um knattspyrnu í grasrótinni fór fram í Helsinki í Finnlandi í október og sótti Halldór Örn Þorsteinsson ráðstefnuna fyrir hönd KSÍ. Gögn frá ráðstefnunni eru nú aðgengileg hér á ksi.is.

Lesa meira
 
UEFA

Ráðstefna UEFA um unglingaknattspyrnu - 28.11.2005

Árleg ráðstefna UEFA - Knattspyrnusambands Evrópu um knattspyrnu barna og unglinga er haldin á Kýpur í vikunni.  Ástráður Gunnarsson og Luka Kostic sitja ráðstefnuna fyrir hönd KSÍ.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ og ÍSÍ halda sameiginlega ráðstefnu 26. nóvember - 21.11.2005

Á undanförnum árum hafa fjölmargir knattspyrnuþjálfarar heimsótt erlend félagslið og kynnt sér þjálfun þeirra. Lesa meira
 
ÍBV

ÍBV veitt viðurkenning fyrir grasrótarstarf - 18.11.2005

ÍBV var á dögunum veitt sérstök viðurkenning fyrir besta grasrótarviðburð ársins 2005 - Shellmót ÍBV.  Það voru fulltrúar KSÍ sem afhentu fulltrúum ÍBV viðurkenninguna á Náttúrugripasafninu í Vestmannaeyjum.

Lesa meira
 
Þjálfarar ársins 2005 - Ólafur Jóhannesson og Úlfar Hinriksson

Ólafur og Úlfar þjálfarar ársins hjá KÞÍ 2005 - 15.11.2005

Á aðalfundi  KÞÍ 12. nóvember síðastliðinn voru Ólafur Jóhannesson þjálfari FH og Úlfar Hinriksson þjálfari Breiðabliks útnefndir þjálfarar ársins í Landsbankadeildum karla og kvenna fyrir árið 2005.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Fjórir hlutu Gullmerki KÞÍ - 14.11.2005

Á aðalfundi KÞÍ síðastliðinn laugardag veitti formaður félagsins, Sigurður Þórir Þorsteinsson, fjórum aðilum gullmerki KÞÍ fyrir framlög sín til þjálfaramenntunar í knattspyrnu hér á landi.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur IV. stigs þjálfaranámskeið 11-13. nóvember - 8.11.2005

KSÍ heldur IV. stigs þjálfaranámskeið helgina 11-13. nóvember næstkomandi.  Alls hafa rúmlega 40 þjálfarar skráð sig á námskeiðið.  IV.stigs þjálfarar fara síðan í UEFA B próf í janúar 2006.

Lesa meira

 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Fjármálaráðstefna ÍSÍ 2005 - 8.11.2005

ÍSÍ stendur fyrir fjármálaráðstefnu föstudaginn 11. nóvember kl. 16:00 - 18:00.  Fjallað verður um fjárhagsstöðu boltaíþrótta og meðal annars um hlutafélagavæðingu knattspyrnufélaga.

Lesa meira
 
Norðurlönd

Norræn grasrótarráðstefna í Helsinki - 4.11.2005

Dagana 28. og 29. október fór fram í annað sinn norræn ráðstefna um knattspyrnu í grasrótinni - Grassroots.  Að þessu sinni var ráðstefnan haldin í Helsinki í Finnlandi og var Halldór Örn Þorsteinsson, starfsmaður mótamála, fulltrúi KSÍ.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Þjálfararáðstefna KÞÍ í samvinnu við KSÍ - 3.11.2005

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ, í samvinnu við KSÍ, heldur ráðstefnu fyrir knattspyrnuþjálfara og áhugamenn um knattspyrnu laugardaginn 12. nóvember næstkomandi á Grand Hótel við Sigtún kl. 10:30. Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-001