
Úthlutað úr Mannvirkjasjóði KSÍ 2013
Í sjötta skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum
Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 18. apríl síðastliðinn að úthluta úr Mannvirkjasjóði KSÍ og er þetta í sjötta skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2012. Alls var úthlutað til 12 verkefna og í samræmi við reglugerð um sjóðinn njóta forgangs þær umsóknir sem miða að því að uppfylla leyfiskerfi KSÍ.
Sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.
Úthlutanir úr Mannvirkjasjóði KSÍ 2013:
Umsókn | Verkefni | Styrkveiting |
Fjölnir | Ýmsar framkvæmdir-blaðamannastúka, inngangur ofl. | 2.000.000 kr. |
Tindastóll | Blaðamannaaðstaða við Sauðárkróksvöll | 850.000 kr. |
KA | Gervigrasvöllur ofl á æfingasvæði KA | 10.000.000 kr. |
Víkingur Ó | Stúkubygging, varamannaskýli o.fl. | 10.000.000 kr. |
Keflavík | Viðbótarsæti í stúku og fl | 500.000 kr. |
Víðir | Ýmsar framkvæmdir við völl, girðingar o.fl. | 1.000.000 kr. |
Einherji | Nýr grasvöllur á malarvöllinn | 3.000.000 kr. |
ÍA | Æfinga - og vallarsvæði | 3.500.000 kr. |
Ægir | Stúkubygging á Þorlákshafnarvelli | 2.500.000 kr. |
Völsungur | Búnings - og félagsaðstaða | 7.000.000 kr. |
Landbúnaðarháskólinn | Rannsókn á upphitun grasvalla | 500.000 kr. |
FH | Æfingahúsnæði - upphitað hús 25x50 | 10.000.000 kr. |