The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821100201/http://www.ksi.is/mannvirki/nr/10402
Mannvirki
Flóðljós á Laugardalsvelli

Og það varð ljós!

Skipt um perur í flóðljósum á Laugardalsvelli

6.9.2012

Að ýmsu þarf að hyggja fyrir leiki á Laugardalsvelli og ljóst að sum þau verk sem inna þarf af hendi eru ekki fyrir hvern sem.  Það hefði í það minnsta lítið þýtt fyrir lofthrædda að standa í peruskiptum á flóðljósunum á Laugardalsvelli sem fram fóru í vikunni.

Öflugan krana þurfti til verksins en möstrin eru um 40 metra há.  Ofurhugarnir þurftu ekki einungis að láta hífa sig upp í körfu í þessa hæð heldur þurfti svo að notast við stiga til að skipta um perurnar.

Hér að neðan má sjá tengil á myndir sem teknar voru af þessu tilefni en háloftamennirnir einnig vopnaðir myndavél og tóku skemmtilegar myndir af Laugardalnum og næsta nágrenni.  Á þessari myndasíðu er að finna fjölmargar myndir sem teknar hafa verið úr starfi KSÍ og Laugardalsvallar upp á síðkastið.

http://ksimyndir.123.is/photoalbums/233806/

http://ksimyndir.123.is/pictures/

Flodljos

Laugardalsvollur-ur-flodljosum











2011Forsidumyndir2011-010