
Vinna við ný flóðljós langt komin
Stórbætt flóðlýsing á Laugardalsvelli
Vinna við uppsetningu nýrra flóðljósa á Laugardalsvelli er langt komin og eru tæknimenn að leggja lokahönd á verkið þessa dagana. Það er væntanlega ekki fyrir hvern sem er að vinna í þessari miklu hæð, en á myndavef KSÍ má sjá myndir teknar úr möstrunum og dæmi nú hver fyrir sig.