Keppnisleyfi leikvalla
Landsbankadeild og 1. deild karla
Gefin hafa verið út keppnisleyfi fyrir leikvelli félaga í Landsbankadeild karla og 1. deild karla, til eins eða tveggja ára eftir ákvörðun mannvirkjanefndar KSÍ, og hafa viðkomandi félög fengið sent bréf þess efnis. Í nokkrum tilfellum veitir nefndin aðeins leyfi til mjög skamms tíma eða þangað til úrbætur hafa verið gerðar eða nauðsynlegar ráðstafanir kynntar KSÍ.
Í hverju leyfi er gefinn upp sá fjöldi áhorfenda sem núverandi aðstæður bera (hámarksfjöldi áhorfenda). Ef félag telur að leikvöllur geti borið fleiri áhorfendur en leyfið segir til um ber félaginu að óska eftir nýrri úttekt.
Af gefnu tilefni skal minnt á nýlegt ákvæði í reglugerð um að leggja beri gerviefni (dúk, gúmmi, teppi) á leið leikmanna til leikvallar frá búningsherbergjum þar sem leiðin liggur yfir steypu, malbik, grófa möl eða annað sem getur skemmt takka undir skóm leikmanna og þar með skapað slysahættu (hvassar brúnir á tökkum).