The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821102624/http://www.ksi.is/leyfiskerfi/2010/12

Leyfiskerfi

Fylkir og FH

FH og Fylkir hafa skilað leyfisgögnum - 17.12.2010

Þegar þetta er ritað hefur helmingur félaga í Pepsi-deild skilað fylgigögnum með leyfisumsókn, öðrum en fjárhagslegum.  FH skilaði sínum gögnum miðvikudaginn 15. desember og Fylkir skilaði síðan gögnum sínum í dag, föstudag.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Endurskoðendum félaga boðið til fundar 11. janúar - 15.12.2010

KSÍ hefur boðið endurskoðendum og fulltrúum þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfið á fund um fjárhagshluta kerfisins.  Aðrir endurskoðendur, eða áhugasamir aðilar, eru jafnframt velkomnir.  Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum KSÍ þriðjudaginn 11. janúar.

Lesa meira
 
KR

Þriðjungur Pepsi-deildar félaga hefur skilað leyfisgögnum - 14.12.2010

KR-ingar skiluðu fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2011, öðrum en fjárhagslegum, á mánudag.  Þar með hefur þriðjungur Pepsi-deildar félaga skilað gögnum, en áður höfðu Grindavík, Valur og Keflavík skilað.

Lesa meira
 
Keflavík

Keflvíkingar þriðja félagið til að skila leyfisgögnum - 13.12.2010

Keflavík hefur skilað leyfisgögnum sínum öðrum en fjárhagslegum, vegna umsóknar um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla 2011.  Þar með hafa þrjú félag skilað gögnum, allt Pepsi-deildarfélög.  Keflvíkingar voru einnig þriðja félagið í þeirri deild til að skila gögnum fyrir síðasta keppnistímabil.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Vinnufundur með leyfisfulltrúum um leyfisferlið 2011 - 9.12.2010

Leyfisfulltrúar þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfið fyrir keppnistímabilið 2011 mættu til fundar í höfuðstöðvum KSÍ á miðvikudag.  Farið var yfir helstu breytingar á leyfisreglugerðinni milli ára og einnig voru ýmis hagnýt atriði tengd vinnu við undirbúning leyfisumsóknar rædd. Lesa meira
 
Njarðvík

Njarðvík undirgengst leyfiskerfið 2011 - 1.12.2010

Njarðvík hefur óskað eftir því við leyfisstjórn að félagið gangist undir leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2011 með öllu sem því fylgir.  Njarðvíkingar leika í 2. deild, en í þeirri deild er ekki keyrt leyfiskerfi og er þessi ósk merki um mikinn metnað félagsins.

Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-010