The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821102809/http://www.ksi.is/leyfiskerfi/2013/05
Leyfiskerfi
Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með

Farið yfir áhersluatriði dómaranefndar fyrir sumarið

Þjálfarar og leikmenn á fundi í síðustu viku

8.5.2013

Í síðustu viku funduðu fulltrúar dómara með leikmönnum og þjálfurum liða í efstu tveimur deildum karla.  Farið var yfir knattspyrnulögin, breytingar á þeim og áhersluatriði dómaranefndar KSÍ fyrir keppnistímabilið 2013.

Um tvo fundi var að ræða, annars vegar í höfuðstöðvum KSÍ á þriðjudeginum 30. apríl og hins vegar á Akureyri á föstudeginum 3. maí.  Fundinum í höfuðstöðvum KSÍ stýrðu dómararnir Erlendur Eiríksson og Kristinn Jakobsson og á Akureyri voru það dómararnir Þóroddur Hjaltalín og Áskell Þór Gíslason sem ræddu vð fulltrúa félaga á Norðurlandi.

Þessiir fundir vor ekki einungis fræðsla og vettvangur til samskipta við fulltrúa félaganna, heldur var einnig verið að bjóða félögunum upp á tækifæri til að uppfylla neðangreinda kröfu í leyfiskerfi KSÍ. Þau félög sem ekki áttu fulltrúa á fundinum þurfa því að leysa málið sjálf og uppfylla kröfuna með öðrum hætti.  Alls áttu 18 félög  af 24 fulltrúa á þessum tveimur fundum, níu félög í Pepsi-deild karla og níu í 1. deild karla.

Grein 22 – Dómgæsla og knattspyrnulögin

22.1 Leyfisumsækjandi verður að sýna fram á að a.m.k. fyrirliði meistaraflokks, aðalþjálfari meistaraflokks og yfirþjálfari unglingastarfs hafi sótt fundi eða kynningu um dómgæslu og knattspyrnulögin á vegum KSÍ á undangengnu ári, þ.e. á árinu á undan leyfistímabilinu.











2011Forsidumyndir2011-001