The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821235136/http://www.ksi.is/leyfiskerfi/2011/02

Leyfiskerfi

Knattspyrnusamband Íslands

Skiladagur fjárhagsgagna liðinn - 22.2.2011

Lokaskiladagur fjárhagslegra leyfisgagna var mánudaginn 21. febrúar.  Allir leyfisumsækjendur héldu sig innan tímamarka.  Reyndar voru gögn fimm félaga póstlögð á mánudag, en sýni póststimpillinn 21. febrúar eru tímamörk uppfyllt.

Lesa meira
 
FH

FH þriðja Pepsi-deildarfélagið til að skila fjárhagsgögnum - 15.2.2011

FH varð þriðja Pepsi-deildarfélagið til að skila endurskoðuðum ársreikningi fyrir síðasta ár, ásamt fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn sinni vegna keppnistímabilsins 2011.  Suðurnesjaliðin Keflavík og Grindavík höfðu áður skilað.  Lokaskiladagur er  21. febrúar.

Lesa meira
 
Grindavík

Grindvíkingar búnir að skila fjárhagsgögnum - 11.2.2011

Grindvíkingar hafa skilað skilað fjárhagslegum leyfisgögnum sínum og fylgja þar með fast á hæla Keflvíkinga, sem voru fyrstir Pepsi-deildarfélaga til að skila.  Fjárhagsleg gögn eru ársreikningur með áritun endurskoðanda ásamt öðrum viðeigandi gögnum og staðfestingum. 

Lesa meira
 
UEFA

Skýrsla UEFA um stöðu félaga í Evrópu - 10.2.2011

UEFA hefur gefið út umfangsmikla skýrslu um stöðu félaga í efstu deildum í Evrópu.  Skýrslan, sem nú er gefin út í þriðja sinn, er byggð á upplýsingum úr leyfisgögnum félaga (fjárhagsár 2009), en þó er fjallað um ýmis mál sem tengjast leyfiskerfinu ekki beint.

Lesa meira
 
Keflavík

Keflvíkingar fyrstir Pepsi-deildarfélaga til að skila fjárhagsgögnum - 4.2.2011

Keflavík hefur skilað fjárhagslegum leyfisgögnum sínum, fyrst félaga í Pepsi-deild.  Félag í efstu deild hefur aldrei áður skilað fjárhagsgögnum svo snemma, enda er skiladagur þeirra gagna að öllu jöfnu 20. febrúar, samkvæmt leyfisreglugerð. 

Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-010