The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140726185227/http://www.ksi.is:80/landslid/

Landslið

Úrtökumót KSÍ fyrir stúlkur á Laugarvatni 8. - 10. ágúst - 25.7.2014

Úrtökumót KSÍ árið 2014 fyrir stúlkur fæddar árið 1999 verður haldið á Laugarvatni, dagana 8. - 10. ágúst. Umsjón með mótinu hefur Úlfar Hinriksson landsliðsþjálfari U17 kvenna og honum til aðstoðar er Mist Rúnarsdóttir. Félög leikmanna og leikmenn eru beðin um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar: Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Hópurinn sem leikur á Norðurlandamótinu - 17.7.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið  hópinn sem leikur á Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku, dagana 28. júlí til 2. ágúst.  Ísland leikur í riðli með Finnum, Svíum og Englendingum og verður síðastnefnda þjóðin fyrstu mótherjarnir. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland upp um 5 sæti - 17.7.2014

Íslenska karlalandsliðið fer upp um fimm sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag.  Ísland er í 47. sæti listans en það eru nýkrýndir heimsmeistarar Þjóðverja sem tróna á toppi listans í fyrsta skiptið í um 20 ár. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð

U17 kvenna - Naumt tap gegn Finnum - 9.7.2014

Stelpurnar í U17 biðu í dag lægri hlut gegn Finnum á Norðurlandamótinu sem lauk í Svíþjóð í dag.  Leiknum lauk með 2 - 3 sigri Finna eftir að íslensku stelpurnar höfðu leitt í leikhléi, 1 - 0.  Íslenska liðið hafnaði því í 8. sæti mótsins.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð

U17 kvenna - Leikið gegn Finnum um 7. sætið í dag - 9.7.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Finnum í leik um 7. sætið á Norðurlandamótinu sem lýkur í Svíþjóð í dag.  Leikurinn hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með helstu atriðum hans á Facebook síðu KSÍ. Lesa meira
 

U17 kvenna - Stórt tap gegn Hollandi - 7.7.2014

Íslenska U17 ára landslið kvenna mátti sætta sig við 6-0 tap gegn Hollandi í  dag. Það er skemmst frá því að segja að íslenska liðið náði sér aldrei á strik í leiknum en Holland leiddi 3-0 í hálfleik. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Englandi

Enskur 3-1 sigur á NM U17 kvenna - 5.7.2014

U17 landslið kvenna tapaði í dag, laugardag, öðrum leik sínum á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Bohuslän í Svíþjóð.  Mótherjinn var lið Englands, sem vann 3-1 sigur á íslenska liðinu, þrátt fyrir fína frammistöðu stelpnanna okkar. Lesa meira
 
U17 kvenna á NM

Nokkrar breytingar á byrjunarliði U17 kvenna milli leikja - 5.7.2014

Ísland leikur í dag, laugardag, annan leik sinn á Opna Norðurlandamóti U17 kvenna, sem fram fer í Svíþjóð dagana 4.-9. júlí.  Mótherji dagsins er England og hefur Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins gert nokkrar breytingar á byrjunarliði Íslands milli leikja. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Svíþjóð á NM 2014

Þriggja marka tap gegn heimastúlkum - 4.7.2014

U17 landslið kvenna tapaði fyrsta leik sínum á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Bohuslän í Svíþjóð dagana 4.-9. júlí.  Mótherjinn var lið gestgjafanna, Svíþjóðar, sem vann verðskuldaðan 3-0 sigur.  Næst leikur Ísland á laugardag og mætir þá Englandi kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U17 kvenna í Belfast

U17 kvenna hefur leik á NM í Svíþjóð í dag - 4.7.2014

U17 landslið kvenna hefur keppni á NM í dag, en leikið er í Bohus-léni í Svíþjóð.  Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í fyrsta leik, sem er gegn Svíum og hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Hópurinn sem fer á Ólympíuleika ungmenna í Kína - 3.7.2014

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið 18 leikmenn sem taka munu þátt í knattspyrnukeppni Ólympíuleika ungmenna dagana 15. - 29. ágúst. Leikarnir fara fram í Nanjing í Kína. Lesa meira
 
U17-karla-Slovakia

U17 karla - 33 leikmenn boðaðir á úrtaksæfingar 11. og 12. júlí - 30.6.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 33 leikmenn fyrir úrtaksæfingar sem fram fara á grasvellinum við Kórinn dagana 11. og 12. júlí.  Listi yfir þá leikmenn sem valdir hafa verið má sjá hér að neðan.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Hópurinn fyrir Norðurlandamótið í Svíþjóð - 24.6.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð dagana 4. - 9. júlí. Ísland er í riðli með Hollandi, Englandi og Svíþjóð og er fyrsti leikurinn gegn heimastúlkum.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA kvenna - Ísland niður um eitt sæti - 20.6.2014

Íslenska kvennalandsliðið er í sautjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun.  Íslenska liðið fer niður um eitt sæti frá síðata lista en Bandaríkin eru sem fyrr í efsta sæti og Þjóðverjar koma þar á eftir. Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

A kvenna - Öruggur sigur í Laugardalnum - 19.6.2014

Íslenska kvennalandsliðið vann öruggan sigur í kvöld á Möltu með fimm mörkum gegn engu en leikurinn var í undankeppni fyrir HM í Kanada og fór fram á Laugardalsvelli.  Yfirburðir íslenska liðsins voru miklir frá upphafi til enda en forystan var þrjú mörk þegar flautað var til leikhlés.  Ísland er í öðru sæti riðilsins með 13 stig. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland mætir Möltu í kvöld - 19.6.2014

Stelpurnar okkar mæta Möltu í kvöld í undankeppni HM en leikið verður á Laugardalsvelli kl. 18:00.  Íslenska liðið er í harðri baráttu um annað sætið í riðlinum og þar getur hvert stig og hvert mark skipt miklu máli.  Miðasala er í fullum gangi á heimasíðu midi.is og miðasala opnar á Laugardalsvelli kl. 16:30. Lesa meira
 

Rafræn leikskrá fyrir Ísland - Möltu - 19.6.2014

Út er komin rafræn leikskrá í tilefni af landsleiks Íslands og Möltu í undankeppni HM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli í kvöld, fimmtudaginn 19. júní og hefst kl. 18:00.  Ýmislegt efni er í leikskránni m.a. viðtöl við Söru Björk Gunnarsdóttur fyrirliða, Glódís Perlu Víggósdóttur og landsliðsþjálfarann Frey Alexandersson. Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Ísland mætir Möltu - KSÍ skírteini gilda við innganginn - 18.6.2014

Handhafar A og DE skírteina geta framvísað þeim við innganginn fyrir leik Íslands og Möltu í undankeppni HM kvenna en leikið verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 19. júní kl. 18:00.  Ekki þarf því að nálgast miða á skrifstofu KSÍ fyrir leikinn.

Lesa meira
 

U16 karla - Úrtaksæfing fer fram sunnudaginn 29. júní - 18.6.2014

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingu sem fram fer sunnudaginn 29. júní á Framvelli.  Freyr velur 30 leikmenn fyrir þessa æfingu en þetta er hluti af undirbúningi fyrir þátttöku Íslands á Ólympíuleikum ungmenna sem fara fram í Kína í ágúst.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Úrtaksæfingar í Fífunni miðvikudaginn 18. júní - 16.6.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar sem fram fara í Fífunni, miðvikudaginn 18. júní.  Æfingarnar eru hluti af undirbúningi fyrir Norðurlandamót U17 kvenna sem fram fer í sumar. Lesa meira
 

Mót landsliða











2011Forsidumyndir2011-010