
Sjötta skýrsla UEFA um fjármál evrópskra félaga
Byggir á leyfisgögnum 700 félaga í öllum aðildarlöndum UEFA
UEFA hefur birt sjöttu útgáfu af árlegri skýrslu sinni um evrópska knattspyrnu - UEFA Club Licensing Benchmarking Report - sem byggir á leyfisgögnum þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi í aðildarlöndum UEFA, alls um 700 knattspyrnufélögum að ýmsum stærðum og gerðum.