The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20171014122949/http://www.ksi.is/fraedsla/2011/04/06
Fræðsla
Kápan af DVD disknum Tækniskóli KSÍ

Grasrótardagur UEFA 25. maí

Annað skiptið sem þessi dagur er haldinn

6.4.2011

 

Miðvikudaginn 25. maí er haldinn Grasrótardagur UEFA um alla Evrópu og er þetta annað árið sem sérstakur dagur er tileinkaður hinu viðamikla grasrótarstarfi sem unnið er í aðildarlöndum UEFA.  Knattspyrnusambönd Evrópu eru þá hvött til þess að halda sérstaka grasrótarviðburði í vikunni kringum þennan dag.

Að venju lætur Knattspyrnusamband Íslands ekki sitt eftir liggja í þessum efnum og mun nota þessa viku til að gefa út glæsilegan DVD disk sem gefinn verður öllum iðkendum undir 16 ára aldri að gjöf.  Þessi DVD diskur ber nafnið: Tækniskóli KSÍ.

Tækniskóli KSÍ var búinn til fyrir börn og unglinga sem æfa knattspyrnu á Íslandi.  Á disknum sýna flinkir fótboltakrakkar hátt í 100 skemmtilegar tækniæfingar sem allir geta æft sig í sjálfir til að bæta knatttækni sína.  Leikmenn úr A-landsliði karla og kvenna taka þátt í æfingunum og gefa góð ráð í hverjum æfingaflokki fyrir sig.   Á disknum eru einnig viðtöl við marga af bestu leikmönnum Íslands í knattspyrnu og sýnd eru flott tilþrif úr landsleikjum. 

Markmið Tækniskóla KSÍ:  Að hafa jákvæð áhrif á líf allra barna og unglinga sem iðka knattspyrnu á Íslandi, að hvetja börn og unglinga til heilbrigðs lífs, aukinnar hreyfingar og aukaæfinga með bolta, að búa til og gera sýnilegar heilbrigðar fyrirmyndir og að efla knatttækni í íslenskri knattpyrnu.

Hér að ofan má sjá stutt brot af disknum.

Kápan af DVD disknum Tækniskóli KSÍ




Fræðsla




Aðildarfélög




Aðildarfélög