
Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir 2. flokk kvenna
Yrði líka aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna
Knattspyrnudeild Fylkis auglýsir eftir þjálfara fyrir 2. flokk kvenna sem yrði líka aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax eftir áramót. Áhugasamir vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið [email protected]þar sem fram þarf að koma reynsla af þjálfun og menntun eða hringið í síma 894-0979 (Ólafur).