
Gæðavottorð knattspyrnuskóla
Gæðavottorð KSÍ og UEFA
Hér má sjá hvaða knattspyrnuskólar aðildarfélaga okkar hafa fengið gæðavottorð KSÍ og UEFA en útbreiðslunefnd KSÍ sér um úthlutun og eftirliti með þessum gæðavottorðum.
Knattspyrnuskólar sem hafa gæðavottorð KSÍ og UEFA
|
![]() |
![]() |
![]() |
---|
Grótta HK Víkingur ÍR
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
---|
Breiðablik Fjölnir Valur Þróttur
Með því að smella á merki viðkomandi félags flytjist þið á síðu þar sem hægt er finna nánari upplýsingar um knattspyrnuskólana.
Hvernig geta knattspyrnuskólar fengið gæðavottorð?
Hér að neðan er að finna skjal sem inniheldur upplýsingar um ákveðin atriði sem Knattspyrnusamband Íslands telur að ættu að vera til staðar í knattspyrnuskólum félaga. Í þessu skjali er farið yfir aðstöðu og áhöld, öryggi barna, gæðastarf knattspyrnuskólans, menntun og fjölda starfsmanna og aðra þætti.
Félög geta óskað eftir að því að þeirra knattspyrnuskóli verði tekinn út og standist hann þær kröfur sem KSÍ gerir til knattspyrnuskóla mun sá skóli geta notast við grasrótarmerki UEFA til að auglýsa sinn knattspyrnuskóla á næsta ári. Sú viðurkenning er veitt til eins árs í senn. Árlega yrði haft eftirlit með þessum knattspyrnuskólum svo þeir geti viðhaldið þessari viðurkenningu. Grasrótarmerki UEFA er ákveðinn gæðastimpill sem KSÍ telur að félög ættu að hafa metnað til að sækjast eftir að fá að nota.
Það er von Knattspyrnusambands Íslands að knattspyrnuskólar hér á landi byggi börnum eins öruggt og gott umhverfi til iðkunar knattspyrnu í sumar eins og kostur er.
Ef þið óskið eftir úttekt á ykkar knattspyrnuskóla, vinsamlegast hafið samband við Guðlaug Gunnarsson í síma 510-2902 ([email protected]) eða Dag Svein Dagbjartsson í síma 510-2977 ([email protected]).
Gæðavottorð knattspyrnuskóla - Listi yfir kröfur