The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821011635/http://www.ksi.is/fraedsla/2012/06

Fræðsla

Fulltrúar Triple Double og UEFA

Átak UEFA í markaðsmálum kvennaknattspynu - 28.6.2012

Dagana 24. til 26. júní voru staddir hér á landi fulltrúar UEFA og hollenska ráðgjafarfyrirtækisins Triple Double. Heimsóknin var í tengslum við nýtt verkefni á vegum UEFA sem miðar að því að styðja við knattspyrnusambönd í uppbyggingu og styrkingu markaðs- og kynningarstarfs í deildarkeppni í aðildarlöndum UEFA.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Markmannsskóli drengja 29. júní - 1. júlí - Dagskrá og listi þátttakenda - 25.6.2012

Markmannsskóli drengja fer fram á Akranesi 29. júní - 1. júlí. Gist verður í Þorpinu/Hvíta Húsið, Þjóðbraut 13 Akranesi.  Skólastjóri er Halldór Björnsson og aðstoðarskólastjóri er Lúðvík Gunnarsson

Lesa meira
 
KÞÍ

Frá Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands - 25.6.2012

Stjórn Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ) minnir okkur alla á það að við erum leikmönnum okkar og nánasta umhverfi fyrirmyndir að háttvísi í þátttöku okkar í knattspyrnuleikjum og í umfjöllun um þá. Nú er tími fjölmennra knattspyrnumóta og á þessi áminning við um alla þá fjölmörgu þjálfara sem taka þar þátt sem og þjálfara eldri flokka sem standa í eldlínunni. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Markmannsskóli stúlkna á Akranesi - Dagskrá - 18.6.2012

Hér að neðan má finna upplýsingar um Markmannsskóla stúlkna á Akranesi 22. - 24. júní. Gist verður í Þorpinu/Hvíta Húsið, Þjóðbraut 13, Akranesi.  Skólastjóri er Mist Rúnarsdóttir og aðstoðarskólastjóri er Daði Rafnsson en kunnir markmannsþjálfarar sjá um kennslu.

Lesa meira
 
Þjálfarar að störfum

Ráðstefna þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Augsburg - 12.6.2012

Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands hefur verið boðið að senda einn fulltrúa á ráðstefnu þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Augsburg 30. júlí - 1. ágúst í sumar. Ráðstefnan mun að mestu leyti fjalla um EURO 2012 og hvernig má yfirfæra það sem þar kemur nýtt fram, yfir í leikrænar æfingar. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli drengja 2012 - Dagskrá - 11.6.2012

Knattspyrnuskóli karla 2012 fer fram að Laugarvatni 18. - 22. júní næstkomandi. Freyr Sverrisson, þjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1998.

Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Knattspyrnuskóli stúlkna 2012 - Dagskrá - 1.6.2012

Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram í næstu viku að Laugarvatni. Leikmenn í skólanum í ár fæddir 1998. Mæting er stundvíslega kl. 13:30 mánudaginn 11. júní á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli. Ganga þarf frá greiðslu fyrir dvölina fyrir brottför.

Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-001