The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821103738/http://www.ksi.is/leyfiskerfi/2009/11

Leyfiskerfi

Formannafundur 2009

Glærukynningar frá fundi formanna og framkvæmdastjóra - 23.11.2009

Á laugardag var haldinn fundur með formönnum og framkvæmdastjórum aðildarfélaga KSÍ.  Fundurinn, sem fram fór í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal, var vel sóttur og farið var yfir ýmis málefni.  Smellið hér að neðan til að skoða glærukynningar frá fundinum.

Lesa meira
 
KA

KA-menn vilja sigur í þessum leik - 19.11.2009

"Við viljum sigur í þessum leik" söng Karl Örvarsson í KA-laginu um árið og það er greinilegt að KA-menn eru a.m.k. að gera góða hluti þegar kemur að skilum á leyfisgögnum.  KA varð í dag annað félagið í 1. deild til að skila fylgigögnum með leyfisumsókn fyrir keppnistímabilið 2010.

Lesa meira
 
Valur

Valsmenn eru léttir í lund þegar kemur að leyfiskerfinu - 19.11.2009

Valsmenn urðu í dag fyrstir félaga í Pepsi-deild karla til að skila fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2010.  Valsmenn voru einnig fyrstir Pepsi-deildarfélaga til að skila fyrir síðasta keppnistímabil og eru því í fararbroddi annað árið í röð.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leyfisferlið fyrir 2010 hafið - 16.11.2009

Samkvæmt leyfisreglugerð KSÍ er leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2010 nú formlega hafið.  Félög sem leika í Pepsi-deild karla og 1. deild karla hefja nú vinnu við leyfisumsóknir sínar.  Reyndar hefur eitt félag, ÍR, þegar skilað leyfisgögnum sínum.

Lesa meira
 
ÍR

ÍR-ingar hafa skilað leyfisgögnum fyrir 2010 - 6.11.2009

Þótt leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2010 hefjist ekki fyrr en 15. nóvember næstkomandi gerðist það í dag, föstudaginn 5. nóvember, að ÍR-ingar skiluðu leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, vegna umsóknar um þátttökuleyfi í 1. deild sumarið 2010.

Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-001